Viðskipti innlent

Alcan á Íslandi greiddi hæstu gjöldin á Reykjanesi

Álfyrirtækið Alcan á Íslandi greiddi hæstu opinberu gjöld allra lögaðila á Reykjanesi árið 2008 samkvæmt upplýsingum frá skattstjóra Reykjanesskjördæmis. Alcan greiddi alls tæpar 985 milljónir. Kópavogsbær greiddi næstmest opinber gjöld eða tæpar 364 milljónir. Fjöldi á skattgrunnskrá lögaðila er 9.561. Á félög og aðra lögaðila nemur álagningin alls rúmum 16 milljörðum króna en á árinu 2008 nam hún um 17, 6 milljörðum. Lækkun álagningar er því 7,75%.

Viðskipti innlent

Árborg greiðir hæstu gjöldin á Suðurlandi

Sveitarfélagið Árborg greiðir hæstu opinberu gjöldin í Suðurlandsumdæmi vegna tekjuársins 2008 samkvæmt álagningu skattstjóra 30. október 2009. Næst hæstu gjöldin greiðir JÁVERK ehf., en þeir greiða rétt tæpar 42 milljónir í opinber gjöld.

Viðskipti innlent

Vöruskiptin orðin 108,7 milljörðum hagstæðari en í fyrra

Vöruskiptajöfnuðurinn fyrstu níu mánuði ársins var 108,7 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma í fyrra . Í septembermánuði voru fluttar út vörur fyrir 43,7 milljarða króna og inn fyrir tæpa 40,6 milljarða króna. Vöruskiptin í september voru því hagstæð um 3,1 milljarð króna. Í september 2008 voru vöruskiptin hagstæð um 9,7 milljarða króna á sama gengi.

Viðskipti innlent

Fær Kaupþing Bónus?

Tveir starfsmenn Kaupþings hafa verið skipaðir í stjórn móðurfélags Haga. Félagið er nú skráð í höfuðstöðvum Kaupþings. Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskylda hafa nokkrar vikur til að koma með nýtt fé í reksturinn - takist það ekki lenda Hagar í ríkiseigu.

Viðskipti innlent

Radisson SAS 1919 Hótel hlýtur tvær viðurkenningar

Radisson SAS 1919 Hótel hefur hlotið viðurkenningu sem Leiðandi Hótelið á Íslandi 2009 af World Travel Awards. Þetta er þriðja árið í röð sem hótelið fær þessa virðulegu nafnbót. Nýlega komst hótelið einnig á lista CNBC Business yfir 25 bestu viðskiptahótel í Evrópu.

Viðskipti innlent

Greining: Ólíklegt að lánshæfismatið á ríkissjóði lækki

Greining Íslandsbanka telur ólíklegt að alþjóðleg matsfyrirtæki muni lækka lánshæfismatið á ríkissjóði frekar en orðið er. Fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt eru einkunnir ríkissjóðs hæstar í bókum Moody´s, þ.e. Baa1, sem er tveimur þrepum ofar en einkunnir hans, þ.e. BBB-, hjá Fitch, S&P og R&I.

Viðskipti innlent

Telur að stýrivextir lækki um 0,5 til 1 prósentustig

Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd ákveði að lækka vexti bankans þann 5. nóvember næstkomandi. Reiknar greiningin með því að lækkunin verði með þeim hætti að vextir í sjö daga veðlánum til innlánsstofnana verði lækkaðir um 0,5 til 1,0 prósentu, þ.e. úr 12% niður í 11,0-11,5%. Þetta eru þeir vextir sem undir venjulegum kringumstæðum teljast stýrivextir bankans.

Viðskipti innlent

ICEQ verðbréfasjóði slitið og eignir greiddar út

Rekstrarfélag Kaupþings banka hf., rekstraraðili ICEQ verðbréfasjóðs, hefur slitið sjóðnum og greitt andvirði eigna sjóðsins til eigenda hlutdeildarskírteina hans. Lokagengi sjóðsins er 90,8 kr. á hlut. Slit sjóðsins miðast við 1. nóvember 2009, að því er segir í tilkynningu til kauphallarinnar.

Viðskipti innlent

AGS: Skilyrði að skapast fyrir varkárum vaxtalækkunum

Það er mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) að skilyrði séu nú að skapast fyrir varkárum vaxtalækkunum á Íslandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Murilo Portugal aðstoðarforstjóra AGS sem gefin var út í trengslum við endurskoðun sjóðsins á áætlun hans og íslenskra stjórnvalda sem samþykkt var í gærdag.

Viðskipti innlent

Eva Joly: Fyrstu málaferlin í árslok 2010

Eva Joly segir ólíklegt að fyrstu málaferlin í kjölfar rannsókna sérstaks saksóknara á bankahruninu muni líta dagsins ljós fyrr en í árslok 2010. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun blaðsins Financial Times um Ólaf Hauksson sérstakann saksóknara í bankahrunsmálum.

Viðskipti innlent

Sjóðirnir ráði ekki miklu

„Við vitum að erlendir vogunarsjóðir eiga nokkuð af kröfum bankanna. Sjóðirnir munu ekki eiga beina hluti í þeim heldur verða þeir hluti af breiðum hópi kröfuhafa í eignarhaldsfélagi sem kann að eignast hlut í Íslandsbanka og Nýja Kaupþingi. Þeir geta því ekkert ráðskast með þá,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.

Viðskipti innlent

Bílalán ekki leiðrétt hjá Lýsingu

Engar leiðréttingar á bílalánum verða um mánaðamótin hjá Lýsingu eins og nýsamþykkt lög gera ráð fyrir. Ekki í takt við loforð stjórnvalda segir lántaki sem fékk óleiðréttan greiðsluseðil í dag. Hann segir það pirrandi að fá þetta í hausinn núna þar sem fólk hafi búist leiðréttri greiðslubyrði nú um mánaðarmótin.

Viðskipti innlent

Kaupþing hagnast vel á að hafa haldið Norvestia

Skilanefnd Kaupþings hefur hagnast vel á því að hafa haldið finnska fjárfestingarfélaginu Norvestia í bókum sínum. Skilanefndin hefur fengið arðgreiðslu upp á 1,25 milljónir evra eða um 230 milljónir kr. frá Norvestia og hlutir í félaginu hafa hækkað um 30% í ár.

Viðskipti innlent

Innlögnum fjölgar um 142% á skráningarnúmerum ökutækja

Á þessu ári hafa innlagnir skráninganúmera ökutækja aukist stórlega borið saman við undanfarin ár. Þannig voru 5239 skráningarnúmer lögð inn í september á þessu ári á meðan 2158 voru lögð inn til geymslu á sama tíma í fyrra. Þetta er 142% aukning á innlögnum skráningarnúmera á milli ára.

Viðskipti innlent