Sport

„Þetta má ekki fara inn að beini og pirra okkur“

„Við erum bognir en ekki brotnir og ætlum klárlega að sýna hvað í okkur býr,“ segir Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka. Þeir fara með bakið uppi við vegg til Eyja í dag, 2-0 undir í einvíginu við ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta.

Handbolti

Toney veðjaði þrettán sinnum á tap félaga sinna

Enska knattspyrnusambandið hefur nú greint nánar frá ástæðunum fyrir því að Ivan Toney, framherji Brentford og enska landsliðsins, var dæmdur í átta mánaða bann fyrir að veðja á leiki. Bannið var stytt eftir að Toney var greindur með veðmálafíkn.

Enski boltinn

Skrefi nær því sem engum hefur tekist

Leikmenn Boston Celtics hafa spilað fjóra leiki upp á líf og dauða í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í ár og alltaf lifað af. Í nótt unnu þeir Miami Heat 110-97 og minnkuðu forskot Miami í 3-2 í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar.

Körfubolti

Milner fékk vítapunktinn í kveðjugjöf

Eftir átta ára veru hjá Liverpool er James Milner á leið frá félaginu. Til að þakka honum fyrir þjónustu sína við félagið gáfu vallarstarfsmenn honum eitt stykki vítapunkt í kveðjugjöf.

Fótbolti

Vignir Vatnar Ís­lands­meistari í skák

Vignir Vatnar Stefánsson, nýjasti stórmeistari Íslands, tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í skák í kvöld. Fara þurfti í bráðabana milli þriggja efstu skákmanna og hafði Vignir að lokum betur.

Sport

Grét í fangi dóttur sinnar og segir myrkrið það erfiðasta

Þorleifur Þorleifsson, nýr Íslandsmethafi í bakgarðshlaupi, hágrét í fangi dóttur sinnar og bað um að fá að hætta í Þýskalandi. Hann hélt þó áfram og kláraði að lokum fimmtíu hringi. Þorleifur stefnir að því að klára sextíu hringi á heimsmeistaramótinu í október síðar á þessu ári.

Sport