Samningur Hamilton við Mercedes rennur út þegar yfirstandandi tímabili lýkur, en nú lítur út fyrir að þessi 38 ára gamli ökuþór verði áfram í herbúðum liðsins.
Fyrr í vikunni bárust fregnir af því að Ferrari hafi haft samband við Hamilton í von um að ná að lokka sjöfalda heimsmeistarann yfir til sín. Hamilton greindi hins vegar sjálfur frá því að hann væri með hóp fólks í því að vinna að nýjum samningi við Mercedes í samstarfi við Toto Wolff, liðsstjóra Mercedes.
Hamilton segir að þrátt fyrir að Mercedes-liðið hafi ekki getað keppt við Red Bull um titilinn frá árinu 2021 hafi það engin áhrif á vilja hans til að vera áfram hjá liðinu.