Gestirnir í Rhein-Neckar Löwen höfðu yfirhöndina frá fyrstu mínútu og liðið náði mest fjögurra marka forystu í fyrri hálfleik, en staðan var 13-16 þega liðin gengu til búningsherbergja.
Ýmir og félagar tóku svo öll völd á vellinum í síðari hálfleik og náðu fyrst tíu marka forystu í stöðunni 19-29. Mest náði liðið ellefu marka forystu og vann að lokum níu marka stórsigur, 25-34.
Ýmir Örn komst ekki á blað fyrir Ljónin í kvöld, en liðið situr í fimmta sæti deildarinnar með 41 stig þegar þrjár umferðir eru eftir. Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark fyrir Melsungen sem situr í ellefta sæti með 28 stig.