Sport

Hetja Everton segist ekki vera nein hetja

Abdoulaye Doucoure var hetja dagsins þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Everton gegn Bournemouth í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Markið tryggði liðinu ekki bara sigur í leiknum, heldur einnig áframhaldandi veru í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.

Fótbolti

Katrín endaði önnur og vann sér inn sæti á heimsleikunum

Katrín Tanja Davíðsdóttir varð í kvöld þriðji Íslendingurinn til að vinna sér inn sæti á heimsleikunum í CrossFit á þessu ári. Katrín hafnaði í öðru sæti á undanúrslitamóti sem fram fór um helgina og er því á leið á sína tíundu heimsleika.

Sport

Heimir: Við spiluðum fyrir fólkið

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum hæstánægður með 4-3 sigur FH á HK í Kaplakrika nú í kvöld. FH lenti þrisvar sinnum undir í leiknum en náði að jafna í öll skiptin og það var svo Úlfur Ágúst Björnsson sem skoraði sigurmarkið FH-inga hér í kvöld.

Fótbolti

„Við stýrðum þessum leik“

Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var afar niðurlútur eftir 2-1 tap á móti Fylki í Árbænum í dag. Þetta er fimmta tap Eyjamanna í Bestu deildinni og virðist lítið ganga hjá Vestmanneyingum um þessar mundir.

Fótbolti

Katrín Tanja önnur fyrir lokagreinina

Katrín Tanja Davíðsdóttir situr í öðru sæti undanúrslitamóts fyrir heimsleikana í CrossFit nú þegar aðeins ein grein er eftir. Hún stendur því vel að vígi fyrir lokagreinina.

Sport

Orri og félagar jöfnuðu metin í úrslitaeinvíginu

Orri Freyr Þorkelsson og félagar hans í Elverum unnu mikilvægan sex marka sigur er liðið tók á móti Íslendingaliði Kolstad í annarri viðureign liðanna í úrslitaeinvígi norska handboltans í dag. Lokatölur 33-27 og staðan því orðin 1-1 í einvíginu.

Handbolti

Læri­sveinar Guð­mundar fara ekki í úrslitin

Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í danska liðinu Fredericiamunu ekki taka þátt í úrslitaeinvígi dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir sjö marka tap gegn Álaborg í oddaleik í einvígi liðanna í undanúrslitum. 

Handbolti