Handbolti

Orri og félagar jöfnuðu metin í úrslitaeinvíginu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Elverum unnu mikilvægan sigur gegn Kolstad í dag.
Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Elverum unnu mikilvægan sigur gegn Kolstad í dag. EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI

Orri Freyr Þorkelsson og félagar hans í Elverum unnu mikilvægan sex marka sigur er liðið tók á móti Íslendingaliði Kolstad í annarri viðureign liðanna í úrslitaeinvígi norska handboltans í dag. Lokatölur 33-27 og staðan því orðin 1-1 í einvíginu.

Það voru gestirnir í Kolstad sem byrjuðu betur og náðu snemma þriggja marka forystu. Heimamenn voru þó ekki lengi að snúa taflinu sér í hag og tóku forystuna í stöðunni 6-5. Elverum náði mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik og liðið leiddi einmitt með fjórum mörkum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 15-11.

Gestirnir minnkuðu muninn niður í eitt mark strax í upphafi seinni hálfleiks, en það var þó í eina skiptið sem liðið ógnaði forskoti Elverum. Heimamenn juku forskot sitt jafnt og þétt það sem eftir lifði leiks og unnu að lokum sex marka sigur, 33-27.

Orri Freyr Þorkelsson komst ekki á blað fyrir Elverum í dag, en þeir Sigvaldi Björn Guðjónsson og Janus Daði Smárason létu vel að sér kveða í liði Kolstad eins og svo oft áður. Sigvaldi skoraði fimm mörk fyrir liðið og gaf eina stoðsendingu á meðan Janus skoraði fjögur og lagði upp önnur sex fyrir liðsfélaga sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×