Lífið

Pete með sjálfsævisögu

Svo virðist sem dóphundurinn Pete Doherty ætli sér að komast yfir auðfengið fé. Þessi fyrrverandi kærasti ofurfyrirsætunnar Kate Moss ætlar nú að fara að skrá ævisögu sína.

Lífið

Norskur safnari leitar að rithönd Þorsteins Pálssonar

Jan Syvertsen er fjörutíu og tveggja ára gamall íbúi í Søgne í Noregi. Hann hefur safnað eiginhandaráritunum í rúmlega tuttugu og fimm ár. Jan safnar nú aðallega áritunum frá þjóðarleiðtogum og stjórnmálamönnum. Hann á nokkrar íslenskar áritanir og biðlar nú til Þorsteins Pálssonar og Ingibjargar Sólrúnar um að senda sér rithönd sína. Jan á samtals 366 áritanir.

Lífið

Landaði draumahlutverkinu

„Þetta er draumahlutverkið. Ég meina hversu kúl er það að vera búin að taka Tinu Turner og fá svo að spreyta sig á Janis," segir Bryndís Ásmundsdóttir þegar Vísir spyr hana út í sýninguna.

Lífið

Fjórar holur eftir og Logi langt undir

„Við erum nánast á áætlun, eigum fjórar holur eftir sem við verðum að klára á þremur og hálfum tíma,“ segir Logi Bergmann Eiðsson sem staddur var í Leirunni í Keflavík í hávaða roki þegar Vísir náði af honum tali. Logi hefur farið í kringum landið og spilað golf á síðasta sólarhringnum og um leið safnað fé fyrir MND félagið.

Lífið

David Cronenberg leikstýrir The Fly óperu í París

Leikstjóranum David Cronenberg var vel fagnað í Théâtre du Châtelet óperunni í París í gær. Hann leikstýrir óperu sem er endurgerð á hryllingsmyndinni The Fly. Howard Shore gerir tónlistina og Placido Domingo stjórnar hljómsveit.

Lífið

Nennir ekki í ræktina

Ég nenni ekki að hanga í ræktinni 24 tíma á dag, segir Emma Bunton barnakryddið úr Spice Girls hljómsveitinni. Ég vil frekar eyða tímanum með barninu mínu. Svo er ég mjög sátt við líkama minn og að vera með mjúkar línur.

Lífið

Sumarsmellur Hjálma kominn út

Þetta er allavegana sumarsmellur, svarar Þorsteinn Einarsson söngvari Hjálma þegar Vísir spyr hvort sumarsmellurinn í ár hafi loksins litið dagsins ljós.

Lífið

Hjón opna saman búð á Selfossi

„Við erum svo happy að vera að undirbúa þetta saman. Samstarfið okkar gengur bara mjög vel. Við erum búin að vera gift í fjögur ár og eigum stelpu, strák og tvo hunda. Við erum nútíma vísitölufamilía."

Lífið

Sasha Baron Cohen leikur Sherlock Holmes

Spæjarinn snjalli Sherlock Holmes hefur hingað til birst áhorfendum sem mikill herramaður. Það gæti breyst, en samkvæmt heimildum Variety blaðsins þá mun gamanleikarinn Sasha Baron Cohen taka að sér hlutverk hans í nýrri mynd leikstjórans Guy Richie. Myndin verður eins og flestir geta ímyndað sér í gamansamari kantinum og tekur Will Ferrel að sér hlutverk einkaþjónsins Watson.

Lífið

Slökkviliðsmaður á mótorfáki

„Það má segja að hugmyndin hafi komið fyrst frá mér,“ segir Oddur Eiríksson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður um kaup Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á tveimur vel búnum vélhjólum. Hjólin eru hugsuð til þess að tryggja enn skjótari viðbrögð þegar umferð er mikil og mikið af fólki í bænum.

Lífið

70% sáu úrslitaleikinn á EM

Meira en 70 prósent þjóðarinnar fylgdist með úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu, sem fram fór á sunnudaginn síðasta. Þetta kemur fram í mælingum Capacent á sjónvarpsáhorfi.

Lífið

Logi býst við skrautlegri nótt

Logi Bergmann Eiðsson og félagar hans hafa lokið við að spila holur á fjórum golfvöllum síðan hringferð þeirra um landið hófst með formlegum hætti í þættinum Ísland í dag í kvöld.

Lífið