Lífið

Amy Winehouse strýkur að heiman - myndir

Amy Winehouse í gærkvöldi.
Amy Winehouse í gærkvöldi.

Amy Winehouse strauk að heiman í gærkvöldi þrátt fyrir að faðir hennar lagði sig fram við að halda henni heima við.

Nýverið útskrifaðist hún af spítalanum og er um þessar mundir undir ströngu eftirliti lækna sem ráðleggja henni að slaka á þegar kemur að djammi og óreglunni sem því fylgir.

Winehouse tók sig til og stökk upp í rauðan sportbíl á ferð. Stundarfjórðungi síðar stökk söngkonan úr bílnum og byrjaði að skamma ökumanninn. Þar næst hljóp hún inn á bar í grenndinni þar sem faðir hennar fann dóttur sína sem lét öllum illum látum og keyrði hana síðan heim í öruggt skjól.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.