Lífið

Landaði draumahlutverkinu

Bryndís Ásmundsdóttir, Atli Þór Albertsson eiginmaður hennar og Jói G.
Bryndís Ásmundsdóttir, Atli Þór Albertsson eiginmaður hennar og Jói G.

Bryndís Ásmundsdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir munu fara með hlutverk Janis Joplin í sýningunni Janis 27 sem sett verður upp í Íslensku óperunni í haust. Verkið er eftir Ólaf Hauk Símonarson og er byggt á ævi söngkonunnar bandarísku en nafnið vísar til þess að hún var aðeins 27 ára þegar hún lést.

„Þetta er draumahlutverkið. Ég meina hversu kúl er það að vera búin að taka Tinu Turner og fá svo að spreyta sig á Janis," segir Bryndís Ásmundsdóttir þegar Vísir spyr hana út í sýninguna.

„Ég og Ilmur gerum þetta saman. Hún túlkar hana á leiklistinni og ég túlka hana í sönglistinni. Verkið er skrifað þannig, hugsað með tvær í huga þannig að við erum þarna 2 og 4 manna hljómsveit."



Janis Joplin.

„Við erum í smá sumarfríi núna og byrjum aftur í lok ágúst. Þá tökum við lokahnykkinn. Þetta er hrikalega gaman. Ég og Ilmur vorum saman í bekk í leiklistarskólanum fyrir 5 árum síðan og erum fyrst að vinna saman núna.

„Þetta eru þvílík forréttindi og gaman hvað við þekkjum hvor aðra út og inn sem er gott þegar leikhópurinn er fámennur."

„Við fórum á Þingvöll um daginn og tjölduðum og tókum stelpurnar okkar með en þær eru báðar 2 ára gamlar. Það var ákveðið að hrista hópinn saman."

Leikstjóri verksins er Sigurður Sigurjónsson og tónlistarstjóri Jón Ólafsson.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.