Lífið

Arnar Grant rændur í Barcelona

Arnar Grant.
Arnar Grant.

Arnar Grant líkamsræktarfrömuður lenti í heldur óþægilegri reynslu í sumarfríinu með fjölskyldunni á Spáni þegar sígaunastrákur gerði tilraun til að ræna hann og það um hábjartan dag.

„Við vorum í Barcelona í 2 vikur og sátum í blíðskaparveðri á útikaffihúsi. Ég og konan mín með litlu Hrafnkötlu okkar þar sem hún sat í sínum vagni og við að fá okkur kaffi. Þá birtist sígaunapjakkur sem fer að bjóða okkur eitthvað blað en ég hristi hausinn og segi nei takk. Þá leggur hann blaðið ofaná borðið hjá okkur og ég bið hann vinsamlegast fara," segir Arnar.

„Þá sé ég að það hreyfist blaðið og strákurinn hefur hendina undir því og ég sé að hann tekur símann minn og síðan tætist strákurinn af stað og ég á eftir og næ símanum af honum. Hann náði ekki að stela neinu af mér. Þetta var svolítið sjokk fyrir okkur því maður á ekki von á neinu svona í sakleysi sínu í fríinu rétt fyrir hádegi á kaffihúsi. En þetta er víst frægt þarna og það var svo sem búið að vara okkur við."

„Maður er grænn og býst ekki við þessu því það eru ekki allir eins heiðarlegir eins og Íslendingar. Þjófurinn hefði átt að velja sér annan til að ræna. Ég var heppinn að ná honum," segir Arnar reynslunni ríkari.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.