Lífið

Hefur keppt á Landsmótum hestamanna í hálfa öld

Á sjötta þúsund eru á Landsmóti hestamanna á Hellu en mótið verður formlega sett í kvöld. Elsti keppandinn á mótinu er 66 ára og hefur keppt á landsmótum í hálfa öld.

Landsmót hestamanna hófst á mánudaginn en formleg setning mótsins verður klukkan átta í kvöld. Þá verður hópreið fimm hundruð knapa og taka meðal annarra nokkrir af ráðherrum ríkisstjórnarinnar þátt í henni.

Þátttakendur á Landsmótinu eru á öllum aldri eða frá sjö upp í sextíu og sex ára. Elsti keppandinn á heitir Erling Ólafur Sigursson en hann keppir í A-flokki gæðinga á Hnykar frá Ytra-Dalsgerði. Erling þekkir vel hvernig tilfinning er að keppa á Landsmóti hestamanna en hann hefur keppt á öllum slíkum mótum frá árinu 1958.

Erling segir ýmislegt hafa breyst á þessum tíma. Þannig sé hestakosturinn nú geysilega góður og mikil þróun hafi orðið í reiðmennskunni. Erling segist hvergi nærri hættur að keppa á landsmótum og þeir sem keppi við hann geti gert ráð fyrir að hann komi aftur á næsta mót.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.