Lífið

Skemmtanalöggan og Erpur senda beint út frá Akureyri

Atli og Erpur
Atli og Erpur

Laugardaginn næstkomandi ætla plötusnúðuinn Dj Atli skemmtanalögga og rapparinn Erpur Blazroca að leggja land undir fót og spila á Akureyri.

Sú nýbreyttni og einstaki atburður mun eiga sér stað að ballið verður sent beint út í gegnum Fm sendi sem staðsettur verður á þaki Kaffi Akureyris.

Útsendingar á sveitaböllum áttu sér stundum stað hér á árum áður frá hinum ýmsu sveitaböllum hljómsveita, en þetta mun vera í fyrsta skiptið sem skemmtun með plötusnúð og rappara sé send út.

Komið verður fyrir hljóðnema í sal hússins og geta því þeir er á hlusta einnig heyrt sjálfa stemminguna „live" í gegnum viðtækinn. Tíðnin sem stilla þarf inn á til að heyra ósköpin er 98,2.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.