Lífið

Angelina vildi að heimurinn vissi að hún hefði það gott

Efni blaðamannafundar sem læknir Angelinu Jolie boðaði til síðdegis í dag reyndist ekki jafn krassandi og upphaflega var ætlað.

Þegar Dr Michel Sussman boðaði til fundarins á sjúkrahúsinu í Suður-Frakklandi ályktaði slúðurpressan að nú ætti að greina frá því að tvíburar leikkonunnar og Brad Pitt væru fæddir. Annað kom á daginn. Læknirinn boðaði til fundarins til að fullvissa heimsbyggðina um að móður og börnum heilsaðist vel. Eitthvað sem foreldrunum verðandi væri mikið í mun að fólk vissi.

Læknirinn sagði að tvíburarnir væru væntanlegir á næstu vikum. Angelina var lögð inn á sjúkrahúsið í Suður-Frakklandi á mánudag svo hún gæti verið undir eftirliti lækna það sem eftir lifir meðgöngunnar. Hún hefur sagst eiga von á sér í ágúst, en afar algengt er að fjölburar fæðist fyrir tímann.

Tvíburarnir, sem slúðurpressan vestanhafs vill meina að séu stúlkur, verða fimmta og sjötta barn Angelinu og kærastans Brads Pitt. Fyrir eiga þau synina Maddox og Pax og dæturnar Sahöru og Shiloh, sem eru á aldrinum tveggja til sex ára.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.