Lífið

Aldrei fleiri kettir í Kattholti

Ófremdarástand er að skapast í Kattholti sem Kattavinafélag Íslands rekur í Stangarhyl. Fólk virðist vera að losa sig við kisurnar í kreppunni.

Lífið

Sunny Day sótt 2.600 sinnum

Lag Þórs Kristinssonar, Sunny Day, var sótt tæplega 2.600 sinnum á heimasíðu Microsoft, Myspace.com/windows, í nýrri kynningarherferð sem fyrirtækið stóð fyrir. „Mig langar að þakka öllum þeim sem studdu mig í herferðinni. Ég fékk mikla kynningu," sagði Þór, hæstánægður með árangurinn.

Lífið

Keppt um kreppuna á kappdegi MR og Verzló

Ræðulið Verzló og MR koma til með að keppa um umræðuefnið „Ísland verður betra eftir kreppuna“ á hinum árlega kappdegi skólanna á föstudag. Verzlingar koma til með að mæla með fullyrðingunni, en MR-ingar á móti. Samningar um viðfangsefnið tókust með liðunum aðfaranótt laugardags, en þá höfðu viðræður staðið yfir þeirra á milli síðan seinni part föstudags.

Lífið

Sigur Rós í gjörningi

Bandaríski listamaðurinn Rob Bliss framkvæmdi óvenjulegan gjörning á sunnudag þegar hundrað þúsund pappaflugvélar voru settar á flug undir ómþýðum tónum Sigur Rósar. Um fimmtíu sjálfboðaliðar hjálpuðu Bliss að búa til flugvélarnar, sem voru í ýmsum litum.

Lífið

Nýtt frá Lady & Bird

Ný tónleikaplata hljómsveitarinnar Lady & Bird, La ballade of Lady and Bird, er komin út hér á landi. Skífan kom út í Frakklandi fyrir viku og hefur fengið mjög góðar viðtökur. Dúettinn er skipaður Barða Jóhannssyni og hinni frönsk/ísraelsku Keren Ann Ziedel.

Lífið

Hugleikur stofnar eigið bókaforlag

„Við ætlum að gefa út allt sem okkur langar til að gefa út og er fræðilegur möguleiki á að einhver kaupi. Það er okkar manifestó,“ segir skopteiknarinn og leik­skáldið Hugleikur Dagsson.

Lífið

Réttir verða endurteknar á næsta ári

Tónleikaröðin Réttir sem var haldin um síðustu helgi verður aftur í Reykjavík á næsta ári, að sögn Eldars Ástþórssonar, eins af skipuleggjendum viðburðarins. „Þetta fór fram úr okkar björtustu vonum og gekk ótrúlega vel.

Lífið

Heiðra Alice in Chains

Í tilefni þess að rokksveitin Alice in Chains gefur út nýja plötu á morgun eftir langt hlé verða haldnir tónleikar til heiðurs sveitinni á Sódómu á fimmtudaginn.

Lífið

Fox þolir ekki pappír

Leikkonan Megan Fox ræddi við grínistann Jimmy Fallon í þætti hans Late Night á fimmtudaginn var. Í þættinum viðurkenndi hún að henni þætti ónotalegt að snerta þurran pappír og þyrfti því ávallt að bleyta fingur sína áður en hún kæmi við blað.

Lífið

Giftist í þriðja sinn

Randy Taraborelli, sem ritar ævisögu söngkonunnar Madonnu, segir í viðtali við tímaritið Hello! að söngkonan standi í ströngu við að skipuleggja brúðkaup sitt og brasil­ísku fyrirsætunnar Jesus.

Lífið

Umborið hvort annað í 30 ára

„Dúettinn „Þú og ég" var stofnaður af Gunnar Þórðarsyni árið 1979 þegar diskóæðið hertók heiminn," svarar söngkonan Helga Möller sem fagnar 30 ára starfsafmæli dúettsins Þú og ég um þessar mundir.

Lífið

Friends á hvíta tjaldið

Kvikmynd um ævintýri sexmenninganna Joey, Chandler, Monicu, Phoebe, Ross og Rachel verður framleidd innan tíðar. Þetta staðhæfir James Michael Tyler, sem fór með hlutverk Gunthers í Friends-þáttunum. „Myndin verður gerð. Ég er í góðu sambandi við fólkið og það eru allir spenntir,“ segir hann.

Lífið

Færri taka á móti stúdentum

Orðið vísindaferð hefur verið notað um skipulagðar ferðir háskólanema til ýmissa fyrirtækja og stofnana. Í þessum ferðum er starfsemi fyrirtækisins kynnt fyrir nemendum auk þess sem boðið er upp á veitingar. Í kreppunni hefur þó eitthvað borið á að vísindaferðum háskólanema hafi fækkað og þykir mörgum það slæm þróun.

Lífið

Þóra Björk í tónlist á eigin forsendum

Sólóplatan I Am a Tree Now er frumraun Þóru Bjarkar Þórðar­dóttur. Lögin á plötunni má flokka sem alternatíft popp-rokk þar sem djass, þjóðlagafílingur, kántrí og blágresi svífa yfir vötnum.

Lífið

Mikið þakklæti í leikslok

Einar Már Guðmundsson, rithöfundur með meiru, frumsýndi í Kringlubíói heimildarmyndina sína Sigur í tapleik á fimmtudagskvöldið. Rithöfundurinn var ánægður í leikslok.

Lífið

Hefur selt 150 þúsund bækur í Þýskalandi

Nýjasta glæpabók Viktors Arnars Ingólfssonar, Sólstjakar, kemur í verslanir 1. október. Bókin kemur út í Þýskalandi í vor á vegum útgefandans Lübbe, hins sama og gefur út bækur Arnaldar Indriðasonar þar í landi. „Þýskaland er annar eða þriðji stærsti bókamarkaður heims og þar koma út níutíu þúsund titlar á ári. Bara það að komast í bókabúðirnar er afrek í sjálfu sér,“ segir Viktor, sem hefur selt bækur sínar í um 150 þúsund eintökum þar í landi.

Lífið

Yfir stöðuvatn í milljónaþætti

„Þetta er sent út í beinni og það má ekkert klikka,“ segir torfærukappinn Gísli Gunnar Jónsson. Hann kemur fram í einum vinsælasta sjónvarpsþætti Evrópu, Wetten Dass, á þýsku sjónvarpsstöðinni ZDF hinn þriðja október. Þar ætlar hann að aka bíl sínum um tvö hundruð metra yfir 80 metra djúpt stöðuvatn í beinni útsendingu. Rétt áður en hann leggur í svaðilförina geta áhorfendur veðjað um hvort honum takist ætlunarverkið eður ei.

Lífið

Noel til liðs við Kasabian

Noel Gallagher virðist leiðast lífið eftir að hann yfirgaf Oasis fyrir skemmstu. Hann hefur nú ákveðið að ganga til liðs við hljómsveitina Kasabian á tónleikaferðalagi um Bretland. Noel er þó ekki formlega genginn í hljómsveitina, hann ætlar einungis að spila með vinum sínum á nokkrum tónleikum. „Hann er tónleikamaskína og elskar að koma fram, svo hann mun stökkva á hvert tækifæri til að vera með okkur,“ segir Tom Meighan, söngvari Kasabian.

Lífið

Nota dans sem tjáningarform

„Hluti af verkefnum Dansflokksins er fræðsla almennings um listformið og við höfum reynt að sinna því meðal annars með því að halda ýmis námskeið. Við höfum verið að halda sérstök þriggja daga löng námskeið fyrir unglingsdrengi frá árinu 2005 og markmið námskeiðanna er að gefa drengjunum tækifæri til að kynnast listdansi,“ segir Jóhanna Pálsdóttir, markaðsstjóri Íslenska dansflokksins.

Lífið

Popp, rokk og sveitt partí

Tónlistarhátíðin Réttir náði hámarki sínu um helgina. Trausti Júlíusson fylgdist áhugasamur með. Nóra hóf dagskrána á Nasa á föstudagskvöldið. Það heyrðist að þarna var ný sveit á ferð, en þrátt fyrir smá hik og óöryggi komust þau í bandinu ágætlega frá sínu. Efnileg poppsveit sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni. Strákarnir í Sing for Me Sandra voru þéttir og fullir af orku, en mættu vera aðeins djarfari í lagasmíðunum.

Lífið

Ber að ofan í Bollywoodveislu - myndir

Fagnaðaralæti brutust út í Bollywoodveislu Yesmine Olsson í Veisluturninum í gærkvöldi þegar Arnar Grant mætti skyndilega ber að ofan og spilaði á flautu á meðan dansararnir sýndu listir sínar. Á meðfylgjandi myndum má sjá fjölda þekktra einstaklinga sem nutu Bollywoodveislunnar og snæddu indverskan mat af sérstökum snúningsdisk á hverju borði. Gulli Helga Kanakall, Elín Reynisdóttir stjörnusminka, Karl Berndsen hárgreiðslu- og förðunarmeistari, Ísak Freyr Helgason aðstoðarmaður Kalla, Yesmine Olsson dans og söngkona, Einar Bárða útvarpsstjóri og Arnar Grant líkamsræktarfrömuður.

Lífið

Kominn í úrslit á Cannes með Formúlu 1-teiknimynd

„Það er ekkert barnaefni sem tengist Formúlu 1-keppninni beint en við munum vonandi breyta því,“ segir Sigvaldi J. Kárason leikstjóri. Hann tekur nú þátt í sannkölluðu frumkvöðlaverkefni, teiknimyndaseríu sem nefnist Franco and Formula Fun. Þættirnir fjalla um strákinn Franco sem hverfur inn í Formúlu 1-heiminn og flýgur heimshornanna á milli í flugvélinni sinni. Um borð eru síðan formúlu-fun bílarnir og lætur Franco þá keppa á ævintýralegum brautum.

Lífið

Stefán lögreglustjóri í Útsvari

Spurningaþáttur sveitarfélaganna, Útsvar, hófst fyrir viku þegar lið Norðurþings lagði fulltrúa Reykjanesbæjar í æsispennandi keppni. Ljóst er að mörg sveitarfélögin ætla að leggja töluvert meiri metnað í keppnina nú en síðasta vetur þegar Kópavogsbær fagnaði sigri með eftirminnilegum hætti.

Lífið

Daðraði við dauðann

Söngvarinn Robbie Williams hefur nú opnað sig í fyrsta sinn og rætt opinberlega um eiturlyfjaneyslu sína. Söngvarinn fór í meðferð árið 2007, eftir þriggja ára baráttu við eiturlyfjadjöfulinn.

Lífið

Magnús Þór semur fyrir Fjallabræður

„Fjallabræður og Magnús eiga einhvern veginn saman – við erum búnir að eignast nýjan bróður,“ segir Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri vestfirska kórsins Fjallabræðra.

Lífið

Listdans um helgi

Tvær danssýningar verða í boði um helgina: í Hafnarfjarðarleikhúsinu er á ferðinni gestasýning. Efnið – Barbara – er mörgum kunnugt hér bæði af samnefndri sögu og kvikmynd. Barbara er færeysk-dönsk sýning, afsprengi listræns samstarfs danska danshöfundarins Ingrid Tranum og færeyska tónskáldsins Trondar Bogasona. Sýningin er innblásin af skáldsögu Jörgens Fritz Jacobsen sem ber sama nafn og var valin framlag Dana á heimssýningu EXPO.

Lífið