Lífið

Aldrei fleiri kettir í Kattholti

Ófremdarástand í kattholti Sigríður Heiðberg, formaður Kattavinafélags Íslands, segir ófremdarástand ríkja í Kattholti. Þangað hafi aldrei komið jafnmargar kisur og á undanförnum vikum. Fréttablaðið/GVA
Ófremdarástand í kattholti Sigríður Heiðberg, formaður Kattavinafélags Íslands, segir ófremdarástand ríkja í Kattholti. Þangað hafi aldrei komið jafnmargar kisur og á undanförnum vikum. Fréttablaðið/GVA

Ófremdarástand er að skapast í Kattholti sem Kattavinafélag Íslands rekur í Stangarhyl. Fólk virðist vera að losa sig við kisurnar í kreppunni.

„Frá upphafi, í þau átján ár sem Kattholt hefur verið starfrækt, hafa aldrei fleiri kisur verið hérna hjá okkur,“ segir Sigríður Heiðberg, formaður Kattavinafélags Íslands sem rekur Kattholt í Stangar­hyl. Henni telst til að yfir 160 kisur dveljist nú í Kattholti og telur að kreppan sé fyrir alvöru farin að hafa áhrif á örlög katta um þessar mundir. „Fólk er hreinlega að losa sig við kettina þannig að þetta er bara skelfilegt ástand.“

Mörgum lógað Sumar kisurnar fá ekki ný heimili og eigendur þeirra finnast ekki. Þá er lítið annað að gera en að lóga þeim.

Kettirnir eiga sér sumir einhverja von; stundum finnast eigendurnir og stundum fá þeir ný heimili. Í sumum tilvikum er þó ekkert annað í stöðunni en að aflífa þá. „Svo er það þannig að þegar þeir koma hingað inn verður svo mikið álag á taugakerfið, varnarkerfið brotnar niður og þeir fá kvef en það er vandamál sem við ráðum hreinlega ekkert við eins og staðan er í dag,“ útskýrir Sigríður og því ljóst að sannkallað ófremdarástand er að skapast í Kattholti um þessar mundir.

Sigríður segir Kattavinafélagið skuldbundið til að taka móti þessum heimilislausu dýrum. „Regla númer eitt er að koma þeim heim, númer tvö er að finna fyrir þá ný heimili,“ útskýrir Sigríður, sem kallar eftir harðari reglum um kattarhald.

„Oft eru þessi dýr örmerkt en eigendurnir koma ekki til að vitja þeirra.“ - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.