Lífið

Sigur Rós í gjörningi

sigur rós Lagið Ólsen Ólsen með Sigur Rós hljómaði í listgjörningi í Bandaríkjunum.fréttablaðið/gva
sigur rós Lagið Ólsen Ólsen með Sigur Rós hljómaði í listgjörningi í Bandaríkjunum.fréttablaðið/gva

Bandaríski listamaðurinn Rob Bliss framkvæmdi óvenjulegan gjörning á sunnudag þegar hundrað þúsund pappaflugvélar voru settar á flug undir ómþýðum tónum Sigur Rósar. Um fimmtíu sjálfboðaliðar hjálpuðu Bliss að búa til flugvélarnar, sem voru í ýmsum litum.

Einum lit í einu var hleypt á flug samtímis frá þaki nokkurra bygginga í bænum Grand Rapids í Michigan og undir hljómaði lagið Ólsen Ólsen. Áhorfendur voru hvattir til að syngja með laginu eða spila með því á hljóðfæri. Hinn tvítugi Bliss var í hálft ár að skipuleggja gjörninginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.