Lífið

Nýtt frá Lady & Bird

lady and bird Ný plata dúettsins er komin í verslanir hér á landi.
lady and bird Ný plata dúettsins er komin í verslanir hér á landi.

Ný tónleikaplata hljómsveitarinnar Lady & Bird, La ballade of Lady and Bird, er komin út hér á landi. Skífan kom út í Frakklandi fyrir viku og hefur fengið mjög góðar viðtökur. Dúettinn er skipaður Barða Jóhannssyni og hinni frönsk/ísraelsku Keren Ann Ziedel.

Í júní á síðasta ári héldu Barði og Keren Ann tónleika ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í samvinnu við Listahátíð Reykjavíkur. Mikil ánægja var með tónleikana, sem Ríkisútvarpið hljóðritaði. Í framhaldinu falaðist plötufyrirtækið EMI í Frakklandi eftir réttinum til að gefa þá út um allan heim og eru þeir nú komnir út.

Nýtt plötufyrirtæki Senu að nafni Kölski sér um útgáfu þessarar tónleikaplötu á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.