Lífið

Mikið þakklæti í leikslok

Rakarinn og ljóðaunnandinn Torfi Geirmundsson og Valdimar Tómasson voru meðal gesta í Kringlubíói.
Rakarinn og ljóðaunnandinn Torfi Geirmundsson og Valdimar Tómasson voru meðal gesta í Kringlubíói.

Einar Már Guðmundsson, rithöfundur með meiru, frumsýndi í Kringlubíói heimildarmyndina sína Sigur í tapleik á fimmtudagskvöldið. Rithöfundurinn var ánægður í leikslok.

„Þetta var bara alveg stórkostleg stund, myndinni var mjög vel tekið,“ segir Einar Már í samtali við Fréttablaðið. „Það er náttúrlega búið að liggja yfir þessari mynd í rúmt ár. Ég tók sem sagt upp viðtöl við nokkra úr knattspyrnufélagi SÁÁ og lét skrifa þau niður, þetta voru einhverjir tugir blaðsíðna. Ég stytti þau síðan eins og ég væri að vinna með texta og svo enn frekar með klipparanum mínum þannig að eftir standa bara gullkorn,“ og augljóst að mikil vinna býr þarna að baki.

Einar útskýrir að tveir menn með ólíka sögu séu í aðalhlutverki myndarinnar. Annar eigi sjötíu meðferðir að baki en hinn er ungur og er að feta á sig á réttri braut. „Ég vildi reyna að ná fram hvernig þeir líta á vonina og hjálpina í þessu öllu saman. Yfir þessum viðtölum eru síðan myndskeið úr þeirra lífi.“ Mikið var klappað þegar myndin var búin en rit­höfundurinn segist ekkert síður vera þakklátur fyrir að hafa fengið að gera þessa mynd. Þá bætir Einar við að fáir úr stjórnmálalífinu og listaelítunni hafi látið sjá sig. „Nei, þeir mæta ekkert nema það séu léttar og áfengar veigar í boði fyrir og eftir sýningu. Fólk gat bara keypt sér popp og kók.“- fgg

sPENNTIR Þeim Erni Jónssyni og Bjarna Páli Ingasyni hlakkaði til að sjá mynd Einars Más, Sigur í tapleik.
Í góðum gír Þau Guðrún Eva Mínervudóttir og Marteinn Þórsson fengu sér popp og kók fyrir sýningu. Enda ekkert annað í boði.


Einar og Vigdís Einar Már og Vigdís Finnbogadóttir ásamt Ingvari Þórðarsyni, einum af framleiðendum myndarinnar. Lengst til vinstri er Bjarni Grímsson ljósmyndari. fréttablaðið/Anton
Alltaf kátir Hemmi Gunn og Halldór „Henson“ Einarsson voru auðvitað í miklu stuði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.