Lífið

Fox þolir ekki pappír

Undarleg Megan Fox kemur stanslaust á óvart með skrítnum yfirlýsingum sínum.
Undarleg Megan Fox kemur stanslaust á óvart með skrítnum yfirlýsingum sínum.

Leikkonan Megan Fox ræddi við grínistann Jimmy Fallon í þætti hans Late Night á fimmtudaginn var. Í þættinum viðurkenndi hún að henni þætti ónotalegt að snerta þurran pappír og þyrfti því ávallt að bleyta fingur sína áður en hún kæmi við blað.

„Á mjög slæmum dögum sit ég með litla vatnsskál við hliðina á mér og bleyti fingurna upp úr vatni áður en ég flétti blaðsíðunni. Sumum finnst óþægilegt hljóðið sem kemur þegar skólatafla er klóruð, mér finnst óþægilegt að koma við pappír," sagði leikkonan. Hún sagðist jafnframt fá öll kvikmyndahandrit í tölvutæku formi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.