Lífið

Umborið hvort annað í 30 ára

Í tilefni af 30 ára afmæli dúettsins kom lagið Heima er best eftir Gunnar Þórðarson og Þorstein Eggertsson  út í júní á þessu ári og komst lagið strax á vinsældarlita Rásar 2 og Bylgjunnar.
Í tilefni af 30 ára afmæli dúettsins kom lagið Heima er best eftir Gunnar Þórðarson og Þorstein Eggertsson út í júní á þessu ári og komst lagið strax á vinsældarlita Rásar 2 og Bylgjunnar.

„Dúettinn „Þú og ég" var stofnaður af Gunnar Þórðarsyni árið 1979 þegar diskóæðið hertók heiminn," svarar söngkonan Helga Möller, sem fagnar 30 ára starfsafmæli dúettsins „Þú og ég" um þessar mundir, aðspurð hvernig ævintýrið hófst.

„Dúettinn gaf út sína fyrstu sólóplötu í október 1979 og fékk platan nafnið Ljúfa líf. Hún fór beint á topp tíu lista yfir mest seldu plötur landsins. Ári síðar kom hljómplatan Sprengisandur út og varð líka mjög vinsæl," segir Helga.

„Við ætlum að fagna með landsmönnum öllum og gamanið byrjar á skemmtistaðnum Players í Kópavogi næsta föstudag, 2. október."

„Ég og Jóhann munum flytja alla okkar helstu smelli ásamt hljómsveitinni Buff sem síðan mun halda uppi stuðinu langt fram á nótt," segir Helga að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.