Lífið

Synirnir eru bestu vinir mínir

Umfjöllunarefni vinsælasta lags sumarsins 2010, Mama Angola, er Ana Maria Unnsteinsson, móðir Unnsteins og Loga í hljómsveitinni Retro Stefson. Hún sagði Kjartani Guðmundssyni frá borgarastyrjöldinni í heimalandinu og árunum sautján á Íslandi.

Lífið

Hlustendur afhentu sjálfir tónlistarverðlaun X-ins

Söngvarinn Mugison og hljómsveitin Of Monsters and Men fóru heim með meira en helming verðlauna kvöldsins þegar Tónlistarverðlaun X-ins 977 voru veitt á fimmtudagskvöldið var. Mugison hlaut þrenn verðlaun og Of Monsters and Men tvenn. Gunnar Sigurðsson, eða Gunni samloka, var kynnir hátíðarinnar sem fór fram á skemmtistaðnum Nasa.

Lífið

LINdælis Öskubuskuævintýri

Um fátt er meira rætt í íþróttaheiminum þessa dagana en ótrúlegan uppgang Jeremy Lin, leikmanns New York Knicks í NBA, sem var öllum ókunnur fyrir tveimur vikum. Kjartan Guðmundsson leit yfir sögu bakvarðarins sem heillað hefur heimsbyggðina.

Tíska og hönnun

Alvöru karnival stemning á Faktorý

„Okkur langar til að kynna fólk fyrir þessari fallegu menningu og gefa smá sól í líkamann í öllu þessu myrkri hérna,“ segir Kristín Bergsdóttir, sem stendur fyrir karnival hátíð á skemmtistaðnum Faktorý á laugardagskvöld, ásamt eiginmanni sínum Samúel Jóni Sæmundssyni.

Lífið

Bieber barnagæla

Kærustuparið Justin Bieber, 17 ára, og Selena Gomez, 19 ára, eyddi gærdeginum á ströndinni í Malibu í Kaliforníu ásamt...

Lífið

Rihanna tekur lagið með kvalara sínum

Talið er að söngvarinn Chris Brown, fyrrverandi kærasti Rihönnu, komi fram í myndbandi hennar á næstunni. Það væri eðlilegt ef Brown hefði ekki gengið illa í skrokk á henni fyrir þremur árum.

Lífið

Vodafone drengir hitta heimsfrægar íþróttastjörnur

Meðfylgjandi má sjá stjörnur á borð við Lennox Lewis, Marcel Desailly og Patrick Vieira... Þetta er í þriðja skipti sem Ísland sendir lið í Vodafone Cup. Fyrst var fyrirtækjakeppni, í fyrra var haldið mót fyrir almenning í Fífunni en í ár voru það starfsmenn Vodafone sem fóru. Strákarnir unnu fyrsta leikinn sinn - á móti Spáni, þá gerðu þeir jafntefli við Breta en töpuðu fyrir Grikkjum, Tyrkjum og Möltu.

Lífið

Eykur jafnvægið

Með því að iðka tai chi tvisvar í viku getur fólk með Parkinsonsjúkdóminn átt auðveldara með að halda jafnvægi. Iðkun þessarar kínversku bardagalistar virðist auka stöðugleika í ökklunum á fólki með sjúkdóminn. Það á líka auðveldara með að hafa stjórn á líkamsstöðu sinni og á auðveldara með gang. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var unnin við Oregon-stofnunina í borginni Eugene og birtist í New England Journal of Medicine.

Lífið

Enginn giftingarhringur

Breski söngvarinn Seal, 48 ára, sem skildi í lok janúar á þessu ári við þýsku ofurfyrirsætuna Heidi Klum, 38 ára, eftir sex ára hjónaband, er loksins búinn að taka niður hringinn. Ekki er vitað hvort Heidi gangi enn með giftingarhringinn sinn. Ef myndirnar eru skoðaðar má sjá að Seal er með skærgult naglalakk á nöglunum. Saman eiga Seal og Heidi þrjú börn; Henry, 6 ára, Johan, 5 ára og Lou, 2 ára.

Lífið

Grr.. sumir eru öskureiðir

Leikkkona Jessica Alba var langt frá því að vera hress með ljósmyndarann sem elti hana og vin hennar á röndum í Soho hverfinu í New York. Þennan dag rigndi líka og það hefur greinilega ekki kætt Jessicu...

Lífið

Leit hafin að nýjum Lottóþul

Elva Dögg Melsteð, sem hefur verið ein af lottó­­þulum Íslenskrar getspár undanfarin ár, hefur nú látið af því starfi. Elva starfar sem verkefna­stjóri tónlistar­viðburða Hörpu tónlistar­húss og má ætla að hún hafi í nógu að snúast í því starfi...

Lífið

Starfar með Muhly og Atla

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds hefur bókað upptökutíma í Hörpu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Tilefnið er þriðja breiðskífa hans sem er væntanleg síðar á árinu. Nico Muhly, sem hefur unnið með Jónsa og Björk, stjórnar útsetningunum og Atli Örvarsson, tónskáld í Hollywood, annast hljómsveitarstjórnun.

Lífið

Ýkt feimið undirfatamódel

Fyrirsæturnar Candice Swanepoel og Behati Prinsloo sátu fyrir hjá leikstjóranum Michael Bay fyrir Victoria's Secret undirfataauglýsingu í Miami. Ég veit ekki hvort fólk tekur eftir því en ég er rosalega feimin, lét fyrirsætan Candice Swanepoel hafa eftir sér. Meðfylgjandi má skoða myndir af umræddri myndatöku.

Lífið

Eva Mendes dekrar við sig

Leikarinn Ryan Gosling og kærasta hans leikkonan Eva Mendes eru stödd í Bangkok í Taílandi.Thailand. Þar er Ryan við tökur á kvikmyndinni Only God Forgives sem er leikstýrð af Nicolas Winding Refn en hann leikstýrði einnig kvikmyndinni Drive. Eins og sjá má í myndasafni fór Eva í hárgreiðslu á meðan unnustinn var upptekinn í vinnunni.

Lífið

Hefur ekki hugmynd hver pabbi sinn er

Khloe Kardashian viðurkennir að hún hefur ekki hugmynd hver blóðfaðir hennar er. Hún ætlar að leyfa áhorfendum að fylgjast með sér finna út hver pabbi hennar er í sjónvarpsþætti fjölskyldunnar Keeping Up With The Kardashians. Já mamma mín er raunverulega mamma mín en ég veit ekki hver pabbi minn er, lét Khloe hafa eftir sér. Hún segist ekki taka nærri sér þegar slúðurmiðlar giska á hver faðir hennar er eins og O.J. Simpson eða hárgreiðslumaðurinn Kris Jenner en hún tekur inn á sig þegar því er slegið fram að hún sé ekki hluti af Kardashian fjölskyldunni.

Lífið

Einstök verk Emils vekja eftirtekt

„Það er frekar skrýtin tilfinning að lesa um sjálfan sig og verk sín á netinu,“ segir Emil Ásgrímsson útskriftarnemi í grafískri hönnun við Central St. Martins í London.

Lífið

Ólétt og ástfangin Kardashian systir

Hin 32 ára gamla raunveruleikastjarna Kourtney Kardashian gekk stolt um strendur Mexíkó á dögunum en hún tilkynnti í nóvember síðastliðnum að von væri á fjölgun í fjölskyldunni.

Lífið

Tony Bennett kemur til landsins

Tónlistarmaðurinn Tony Bennett mun stíga á svið í Hörpunni 10. ágúst næstkomandi. Það er fyrirtækið Sena sem flytur tónlistargoðið inn sem hefur unnið 17 Grammy verðlaun á 60 ára ferli. Síðast gátu útvarpshlustendur heyrt Bennett syngja með Amy Winehouse en dúett þeirra varð feykilega vinsæll eftir andlát Winehouse.

Lífið

Klikkaður kjóll Angelinu

Angelina Jolie, 36 ára og Brad Pitt, 48 ára, mættu uppábúin á frumsýningu myndarinnar In the Land of Blood and Honey í Paris í Prakklandi í gærkvöldi. Ralph & Russo kjóllinn sem Angelina klæddist vakti athygli fyrir glæsilegheit. Þá var hún með Lorraine Schwartz eyrnalokka og í Jimmy Choo skóm. Brad var alls ekki síðri, klæddur í Gucci jakkaföt.

Lífið

Lopez gælir við unglambið

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá ljósmynd sem söng- og leikkonan Jennifer Lopez setti á Twitter síðuna sína Valentínusardaginn. Myndin, sem er svart/hvít, sýnir Jennifer og kærastan hennar, dansarann Casper Sma fáklædd í faðmlögum þar sem hann kyssir höfuð söngkonunnar og hún hvílir á húðflúraðri hendi hans með lokuð augun. Myndin var fjarlægð af síðunni hennar daginn eftir.

Lífið