Lífið

Alvöru karnival stemning á Faktorý

Kristín og Samúel, eiginmaður hennar, standa fyrir karnival fögnuði í anda hátíðarinnar í Brasilíu á Faktorý á laugardagskvöld.
Kristín og Samúel, eiginmaður hennar, standa fyrir karnival fögnuði í anda hátíðarinnar í Brasilíu á Faktorý á laugardagskvöld.
„Okkur langar til að kynna fólk fyrir þessari fallegu menningu og gefa smá sól í líkamann í öllu þessu myrkri hérna,“ segir Kristín Bergsdóttir, sem stendur fyrir karnival hátíð á skemmtistaðnum Faktorý á laugardagskvöld, ásamt eiginmanni sínum Samúel Jóni Sæmundssyni.

Þau hjónin fluttu til Rio de Janeiro í Brasilíu í þrjá mánuði árið 2010 til að kynna sér betur samba tónlist. „Mig hefur alltaf dreymt um að fara út, svo við slógum bara til. Við vorum svo heppin að vera þarna þegar karnival hátíðin stóð yfir og var sú upplifun alveg ógleymanleg,“ segir Kristín.

Hún líkir hátíðinni við hinn íslenska öskudag þar sem allir klæði sig upp í búninga, en hún standi þó yfir í fleiri daga. „Hátíðin byrjar á því að borgarstjóri Rio afhendir fígúrunni Bóbó, sem er leikinn af feitlögnum manni, lyklana að borginni. Fólkið á svo borgina í viku og hún er algjörlega undirlögð tónlist.“ segir Kristín.

Þetta er í annað skipti sem þau standa fyrir þessum karnival fögnuði hér á Íslandi, en þau gerðu það í fyrra líka við frábærar undirtektir þar sem fólk dansaði stanslaust langt fram á nótt.

Kristín segir mikið lagt í kvöldið. Þau hjón munu sjá um tónlistina, ásamt hljómsveitum sínum, staðurinn verður vel skreyttur og hægt verður að fá hinn vinsæla brasilíska drykk Caipirinha á barnum. „Svo er bara að láta sjá sig og hafa gaman,“ segir Kristín hress í bragði.- trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.