Lífið

Vodafone drengir hitta heimsfrægar íþróttastjörnur

Arnar pósar með Lennox Lewis.
Arnar pósar með Lennox Lewis.
Sex heppnir starfsmenn Vodafone fóru á fjölþjóðlegt fótboltamót sem Vodafone Global stendur fyrir á hverju ári til styrktar Laureus samtakanna sem eru góðgerðarsamtök sem vinna markvisst að félagslegri uppbyggingu á hinum ýmsu svæðum í gegnum íþróttastarf.

Á hverju ári síðan árið 2000 hafa verið veitt verðlaun í sjö flokkum til að stuðla að betri heim í gegnum íþróttir.

Margar heimsfrægar stjörnur á vettvangi íþrótta og leiklistar hafa lagt samtökunum lið. Þá má nefna Lennox Lewis, Marcel Desailly og Patrick Vieira sem tóku þátt í ár en þá má sjá á meðfylgjandi myndum sem starfsmenn Vodafone tóku í London.

Lið Vodafone vann fyrsta leikinn sinn - á móti Spáni, þá gerði það jafntefli við Breta en tapaði fyrir Grikkjum, Tyrkjum og Möltu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.