Lífið

Leit hafin að nýjum Lottóþul

Elva Dögg, Katrín Brynja og Vignir Freyr.
Elva Dögg, Katrín Brynja og Vignir Freyr.
Elva Dögg Melsteð, sem hefur verið ein af lottó­­þulum Íslenskrar getspár undanfarin ár, hefur nú látið af því starfi. Elva starfar sem verkefna­stjóri tónlistar­viðburða Hörpu tónlistar­húss.

Heyrst hefur að Íslensk getspá sé nú að setja af stað ráðningarferli í von um að finna nýjan lottókynni.

Það verður því spennandi að sjá hverjir bætast í glæsilegan hóp þeirra kynna sem fyrir eru en það eru þau; Vignir Freyr Andersen, Katrín Brynja Hermannsdóttir og Reynir Þrastarson.

Lotto.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.