Lífið

Starfar með Muhly og Atla

Ólafur Arnalds, tónlistarmaður
Ólafur Arnalds, tónlistarmaður
Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds hefur bókað upptökutíma í Hörpu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Tilefnið er þriðja breiðskífa hans sem er væntanleg síðar á árinu. Nico Muhly, sem hefur unnið með Jónsa og Björk, stjórnar útsetningunum og Atli Örvarsson, tónskáld í Hollywood, annast hljómsveitarstjórnun.

Ólafur kann vel við sig í Hörpu því hann hélt tvenna tónleika í Norðurljósasalnum í fyrra, fyrst á Airwaves-hátíðinni í október og svo aðra rétt fyrir jólin. Þóttu þeir báðir heppnast mjög vel. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.