Lífið

Fyrirsætur verða að vera heilbrigðar

Nú hefur CDFA sett kröfur um að fyrirsæturnar sem sýna á tískuvikunni í New York séu andlega og líkamlega heilbrigðar.
Nú hefur CDFA sett kröfur um að fyrirsæturnar sem sýna á tískuvikunni í New York séu andlega og líkamlega heilbrigðar. Mynd/Getty
Fyrirsæturnar sem ganga tískupallana á tískuvikunni í New York þurfa að lúta ákveðnum heilbrigðiskröfum frá CDFA, samtökum bandarískra fatahönnuða.

Reglurnar eru settar til að sjá til þess að fyrirsæturnar séu bæði líkamlega og andlega heilbrigðar. Fyrsta regla er sú að allar fyrirsætur verða að hafa náð 16 ára aldri. Þær mega ekki sýna merki þess að þjást af einhvers konar átröskun og ef þær gera það verða þær að leita sér hjálpar og fá ekki vinnu í bransanum fyrr en þær hafa náð bata. Fyrirsætunum hefur verið meinað að reykja baksviðs og einnig fá þær ekki að bragða áfengi nema hafa náð 21 árs aldri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.