Lífið

Sting myndaður fyrir utan hóruhús

Rokkgoðsögnin Sting náðist á mynd aðfararnótt miðvikudagsins síðastliðna þar sem hann situr í bíl fyrir utan Relax klúbbinn sem er eitt frægasta hóruhúsið í Hamborg. Sting hafði nýlokið við að spila á fjölsóttum endurkomutónleikum með hljómsveitinni Police í borginni og stökk að þeim loknum upp í bíl ásamt tveimur lífvörðum.

Lífið

Langham á kafi í barnaklámi

Breski leikarinn Chris Langham hefur verið ákærður fyrir að hlaða niður barnaklámi á tölvunni sinni og má hann búast við fangelsisdómi að því er breskir fjölmiðlar segja. Hluti efnisins sem fannst í tölvu leikarans er af grófustu gerð.

Lífið

Prince í stríð við YouTube

Poppprinsinn Prince hefur farið fram á það með aðstoð lögfræðinga að myndbönd frá tónleikum hans verði fjarlægð af YouTube.Söngvarinn segist vilja endurheimta list sína sem sett hefur verið inn á netið í leyfisleysi.

Lífið

Ráðherra líst vel á hvannalambið

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fékk tækifæri á því að gæða sér á hvannakjötinu og hefðbundnu lambakjöti til samanburðar á veitingastaðnum Vox á Nordica Hótel í gærkvöldi og fann greinanlegan mun á bragði. Ráðherra lýsti af því tilefni ánægju sinni með verkefnið og sagði að það yrði spennandi að fylgjast með framgangi þess.

Lífið

Paddington á hvíta tjaldið

Hinn heimsfrægi og viðkunnalegi bangsi Paddington mun brátt þreyta frumraun sína á hvíta tjaldinu en ákveðið hefur verið að gera um hann kvikmynd í fullri lengd. David Heyman, framleiðandi Harry Potter myndanna, hefur verið fenginn til að framleiða myndina í samstarfi við Warner Bros og mun Hamish McColl, handritshöfundur Mr. Bean's Holiday, skrifa handritið.

Lífið

Witherspoon var nær lömuð af sársauka eftir skilnaðinn við Phillippe

Reese Witherspoon er stórglæsileg á forsíðu nýjasta tölublaðs Elle tímaritsins en hún viðurkennir þó í viðtali við blaðið að henni hafi ekki liðið jafn vel undanfarið og útlitið gefur til kynna. Í kjölfar skilnaðarins við leikarann Ryan Phillippe sem hún á tvö börn með viðurkennir hún að hafa verið nær lömuð af tilfinningalegum sársauka.

Lífið

Eimskips-Magnús kaupir lúxusíbúð í Skuggahverfi

Milljarðamæringurinn Magnús Þorsteinsson, sem er stærsti hluthafinn og stjórnarformaður í Eimskip, festi á dögunum kaup á glæsiíbúð í Skuggahverfinu. Íbúðin er á 12. hæð og herma heimildir Vísis að Magnús hafi greitt rúmar 70 milljónir fyrir hina 136 fermetra íbúð.

Lífið

Britney var ógreidd á MTV-verðlaunahátíðinni

Britney Spears tók kast á hárgreiðslumanni sínum rétt áður en hún átti að stíga á svið og flytja opnunaratriðið á MTV-verðlaunahátíðinni á sunnudag. Hún brjálaðist þegar hún sá útkomuna hjá hárgreiðslumanninum og þurfti læknir að útvega henni róandi.

Lífið

Wilson vill ekki fara í meðferð

Gamanleikarinn Owen Wilson sem gerði tilraun til sjálfsvígs fyrir nokkrum vikum vill ekki fara í meðferð en hann er sagður eiga við fíkniefnavanda að stríða. Fjölskylda hans hefur lagt hart að honum að leggjast inn en leikarinn virðist ekki líta svo á að hann eigi við vandamál að stríða. Hann hefur þó ráðið til sín allsgáðan félaga sem fylgir honum eftir allan sólarhringinn.

Lífið

Róbert vinnur heimildarþætti um Norðurlandabúa í Peking

Róbert Douglas sem hefur meðal annars gert myndirnar Strákarnir okkar, Maður eins og ég og Íslenska drauminn vinnur nú að gerð heimildaþátta um Norðurlandabúa í Peking. Þættirnir eru framleiddir af norska fyrirtækinu Nordisk og hefur Róbert unnið að gerð þeirra síðan um áramót.

Lífið

Soldáninn af Brunei fjórfalt ríkari en Björgólfur Thór

Forbes tímaritið hefur gefið út lista yfir ríkasta kóngafólk heims. Þar trónir efst soldáninn af Brunei, Haji Hassanal Bolkiah, en auðævi hans eru metin á um 1440 milljarða íslenskra króna og hafa þau gengið í arf í um 600 ár. Til samanburðar þá eru auðævi Björgólfs Thórs Björgólfssonar metin á um 315 milljarða og er soldáninn því rúmlega fjórfalt ríkari.

Lífið

Frumsýningu á nýjustu mynd Afflecks frestað í Bretlandi

Ákveðið hefur verið að fresta frumsýningu á nýjustu mynd Ben Afflecks, Gone Baby Gone, í Bretlandi. Ástæðan er sú að söguþráður hennar er talinn líkjast um of máli Madeleine litlu McCann sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal í byrjun maí.

Lífið

Rekinn úr Spaugstofunni ráðinn í Þjóðleikhúsráð

Leikarinn góðkunni Randver Þorláksson verður ekki með í Spaugstofunni framvegis. Sú ákvörðun var tekin af forsvarsmönnum RÚV í sumar. Karl Ágúst Úlfsson segist mjög ósáttur við ákvörðunina og segir þá spaugstofumenn ekki hafa komið nálægt henni.

Lífið

Guffi kveður Apótekið

Guðvarður Gíslason sem opnaði veitingastaðinn Apótekið fyrir um átta árum mun á sunnudaginn afhenda þeim Garðari Kjartanssyni og Gunnari Traustasyni lyklana að staðnum. Guðvarður, sem oftast er kallaður Guffi, segir það vissulega verða gert með töluverðum trega en hann og kona hans, Guðlaug Halldórsdóttir, hafa lagt mikið í staðinn í gegnum árin.

Lífið

Opin æfing með Gæðablóði á Sportbarnum

Tónlistarmennirnir Tómas Tómasson úr Stuðmönnum, Kormákur Bragason úr South River Band og Magnús Einarsson úr Sviðin Jörð ætla að halda opna tónlistaræfingu á Sportbarnum við Hverfisgötu á morgun fimmtudag. Hefst æfingin kl. 16.30 og er öllum sem vilja boðið að djamma með. Hefur æfingin hlotið heitið Gæðablóð.

Lífið

Simon Cowell hefði aldrei hleypt Britney upp á svið

Hinn ofurhreinskilni American Idol og X-Factor dómari, Simon Cowell, hefði aldrei hleypt Britney Spers upp á svið á MTV-verðlaunahátíðinni. "Þetta var versta endurkoma sögunnar" segir hann í samtali við breska blaðið The Sun.

Lífið

Guðjón Bjarnason með tvær sýningar í New York

Listamaðurinn og arkitektinn Guðjón Bjarnason mun verða með tvær sýningar í New York í haust og vetrarbyrjun. Sú fyrri verður 25. september í SUNY College við Old Westbury á Long Island. Sú síðari er einkasýning á galleríi við 8 Avenue. Á sýningunni í SUNY College verða málverk, skúlptúrar, myndbönd, ljósmyndir og módel af arkitektúr Guðjóns.

Lífið

Timberlake ofreynir sig

Justin Timberlake hefur neyðst til að fresta tveimur tónleikum í Carlifoniu eftir að læknar ráðlögðu honum að hvíla raddböndin í nokkra daga. Söngvarinn hefur verið á tónleikaferðalagi undanfarna mánuði og kom síðast fram á MTV-verðlaunahátíðinni á sunnudag.

Lífið

Led Zeppelin kemur saman á ný

Rokkhljómsveitin Led Zeppelin mun að öllum líkindum koma saman á ný en hún hefur ekki spilað opinberlega í nítján ár. Hljómsveitin hætti árið 1980 þegar trommuleikarinn John Bonham dó.

Lífið

Strákasveitin Luxor ætlar að syngja með Diddú

Ein af ástsælustu söngkonum þjóðarinnar, Diddú, hefur samþykkt að syngja með Luxor drengjunum á plötunni þeirra sem væntanleg er í haust. Þau ætla að syngja saman lagið I Believe In You sem þekkt er í flutningi Il Divo og Celine Dion.

Lífið

Móðir Amy Winehouse segist ekki þekkja dóttur sína lengur

Janis Winehouse móðir söngkonunnar Amy Winehouse sem nú er orðin þekkt fyrir ýmislegt annað en sönghæfileika sína segist ekki þekkja dóttur sína lengur. "Ég sendi henni stundum símaskilaboð þar sem ég spyr á hvaða pláhnetu hún sé. Amy er að spila rússneska rúllettu með heilsu sína og tónlistarhæfileika.

Lífið

Nylon og Sniglabandið í eina sæng

Nýtt lag með Nylon og Sniglabandinu fór í spilun í dag. Lagið heitir Britney og fjallar um litla stúlku sem dreymir um að verða Britney Spears. Friðþjófur Sigurðsson, bassaleikari Sniglabandsins, segir að hlustandi Rásar 2 hafi komið með uppskrift að laginu í þætti Sniglabandsins einhvern sunnudaginn.

Lífið