Lífið

Prince í stríð við YouTube

MYND/Getty

Poppprinsinn Prince hefur farið fram á það með aðstoð lögfræðinga að myndbönd frá tónleikum hans verði fjarlægð af YouTube.Söngvarinn segist vilja endurheimta list sína sem sett hefur verið inn á netið í leyfisleysi.

Prince hefur lengi barist fyrir verndun höfundaréttar og vill ekki að fólk geti skoðað afbakaðar útgáfur af tónleikum hans sem teknar hafi verið upp í gegnum síma.

Í sumar hefur hann haldið tónleikaröð á O2 leikvanginum í London og bannað allar myndatökur og myndbandsupptökur. Þrátt fyrir það hafa um 1.000 myndbrot frá tónleikunum verið sett inn á YouTube.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.