Lífið

Paddington á hvíta tjaldið

Bond byggði sögupersónuna á bangsa sem hann keypti handa konunni sinni
Bond byggði sögupersónuna á bangsa sem hann keypti handa konunni sinni

Hinn heimsfrægi og viðkunnalegi bangsi Paddington mun brátt þreyta frumraun sína á hvíta tjaldinu en ákveðið hefur verið að gera um hann kvikmynd í fullri lengd.

David Heyman, framleiðandi Harry Potter myndanna, hefur verið fenginn til að framleiða myndina í samstarfi við Warner Bros og mun Hamish McColl, handritshöfundur Mr. Bean's Holiday, skrifa handritið. "Ég elska afstöðu Paddingtons til lífsins. Hann er frábær karakter," segir McColl.

Handritið verður skrifað upp úr hinum geysivinsælu bókum Michael Bond um Padington sem heitir eftir lestarstöðinni sem hann fannst á í London. Bond skrifaði 11 bækur um bangsann á árunum 1958 til 1979 og fjalla þær leit hans að heimili og fjölskyldu eftir að hafa verið skilin eftir á lestarstöð.

"Það er svo mikill sjarmi yfir bókum Bond's," segir Heyman sem hlakkar mikið til að fást við verkefnið. Framleiðsla myndarinnar er þó skammt á veg komin og ekki hefur verið upplýst hvenær von sé á henni í kvikmyndahús.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.