Lífið

Guffi kveður Apótekið

Guffi á Apótekinu
Guffi á Apótekinu MYND/365

Guðvarður Gíslason sem opnaði veitingastaðinn Apótekið fyrir um átta árum mun á sunnudaginn afhenda þeim Garðari Kjartanssyni og Gunnari Traustasyni lyklana að staðnum.

Guðvarður, sem oftast er kallaður Guffi, segir það vissulega verða gert með töluverðum trega en hann og kona hans, Guðlaug Halldórsdóttir, hafa lagt mikið í staðinn í gegnum árin. Síðustu helgina verður opið fyrir matargesti að venju og verður auk þess boðið upp á diskó og hljómsveit.

Guffi segir að það hafi staðið til í þó nokkurn tíma að selja og á hann von á því að nýir eigendur muni gera umtalsverðar breytingar á staðnum. Aðspurður að því hvort erfitt sé að hugsa til þess segir hann nýja eigendur ráða hvernig þeir haga sínum rekstri.

Guffi segir ekki ljóst hvað taki við en hann hefur þó átt í óformlegum viðræðum við Hótel 1919 sem rekur veitingastaðinn Salt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.