Lífið

Witherspoon var nær lömuð af sársauka eftir skilnaðinn við Phillippe

MYND/Getty

Reese Witherspoon er stórglæsileg á forsíðu nýjasta tölublaðs Elle tímaritsins en hún viðurkennir þó í viðtali við blaðið að henni hafi ekki liðið jafn vel undanfarið og útlitið gefur til kynna.

Í kjölfar skilnaðarins við leikarann Ryan Phillippe sem hún á tvö börn með viðurkennir hún að hafa verið nær lömuð af tilfinningalegum sársauka. Um síðust jól var hún það illa haldin að hún gat varla stigið út úr bíl sínum og þurfti að neyða sjálfa sig til að hugsa til annarra í svipaðri stöðu og um þá sem hefðu lifað skilnað af.

Witherspoon er ólíkt öðrum stjörnum fremur jarðbundin og líkar ekki að vera mikið í sviðsljósinu. Hún hefur því hingað til lítið viljað tjá sig um skilnaðinn. Hún hefur þó skoðun á ýmsu örðu. "Ef þú vilt fá athygli þá er auðvitað bara að ganga um nærbuxnalaus eins og margar stallsystur mínar gera. En á meðan ég er í mínum nærbuxum, í guðanna bænum látið mig þá í friði," segir hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.