Lífið

Sting myndaður fyrir utan hóruhús

Sting á tónleikunum í Hamburg sem haldnir voru 11. september síðastliðinn
Sting á tónleikunum í Hamburg sem haldnir voru 11. september síðastliðinn MYND/Getty

Rokkgoðsögnin Sting náðist á mynd aðfararnótt miðvikudagsins síðastliðna þar sem hann situr í bíl fyrir utan Relax klúbbinn sem er eitt frægasta hóruhúsið í Hamborg.

Sting hafði nýlokið við að spila á fjölsóttum endurkomutónleikum með hljómsveitinni Police í borginni og stökk að þeim loknum upp í bíl ásamt tveimur lífvörðum. Hann sást síðar um nóttina fyrir utan Relax þar sem hann reyndi að hylja andlit sitt aftur í bílnum.

Á klúbbnum er boðið upp á allskyns nudd og lúxusböð og starfa þar um fjörtíu fyrirsætur. Staðurinn er einn sá virtasti sinnar tegundar í Hamborg en fyrirsæturnar bjóða einnig blíðu sína til sölu.

Sting er harðgiftur Trudie Styler og á sex börn. Talsmaður klúbbsins segist vita af myndinni en vill ekki kannast við að söngvarinn hafi komið inn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.