Lífið Hammer á klúbbakvöldi Umsjónarmaður næsta norræna klúbbakvölds JAJAJA, sem fer fram í London 15. apríl, verður Alexander Milas sem er ritstjóri hins virta þungarokkstímarits Metal Hammer. Milas mun velja þrjár hljómsveitir frá þremur mismunandi löndum úr hópi umsækjenda. Verði íslensk hljómsveit fyrir valinu veitir Útflutningsráð íslenskrar tónlistar, Útón, henni ferðastyrk sem nemur allt að 150 þúsund krónum. Þeim íslensku sveitum sem vilja sækja um er bent á síðuna www.sonicbids.com/jajaja. Fjórar íslenskar hljómsveitir hafa þegar komið fram á kvöldum JAJAJA: Kira Kira, Bloodgroup, Sudden Weather Change og Leaves. Lífið 22.1.2010 04:30 Insol með tónleika „Það má kalla þetta fyrstu eiginlegu útgáfutónleikana mína. Ég held ég hafi aldrei spilað á þannig tónleikum áður,“ segir trúbadorinn einlægi Insol, sem spilar í Havaríi í Austurstræti á laugardaginn. Þar flytur hann lög af safnplötu sinni, Hátindar, sem kom út fyrir jól auk þess sem hann spilar lög af tveimur væntanlegum plötum sínum, „Það og það“ og „Ísland skal aría griðland“. Lífið 22.1.2010 04:30 Uppfyllti markmið Íslandsferðar Bretinn Ian Usher ákvað að selja líf sitt á uppboðssíðunni eBay sumarið 2008. Mánuði síðar lagði hann af stað í ferðalag um heiminn þar sem hann var ákveðinn í að uppfylla hundrað markmið á jafnmörgum vikum. Ian heimsótti Ísland stuttu fyrir jól og meðan á dvöl hans stóð hugðist hann sjá Jökulsárlón og hin margrómuðu norðurljós. Lífið 22.1.2010 04:00 Sex keppa í úrslitunum Sex hljómsveitir taka þátt í úrslitum keppninnar Global Battle Of The Bands á Sódóma Reykjavík í kvöld. Þær eru Nögl, Endless Dark, Bárujárn, Mikado, Útidúr og Wistaria. Voru þær valdar úr hópi sautján hljómsveita. Sigursveitin verður fulltrúi Íslands í lokakeppninni sem verður haldin í London 27. apríl. Þar keppa hljómsveitir frá yfir þrjátíu löndum um titilinn besta nýja hljómsveit heimsins. Sigurlaunin eru tíu þúsund dollarar, tíu daga tónleikaferð um Bretland og vikudvöl í hljóðveri í London. Keppnin á Sódómu hefst klukkan 22 í kvöld og miðaverð er 500 krónur. Lífið 22.1.2010 03:30 Úr ritdeilu yfir í froðuna Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og leikskáld, verður á meðal þátttakanda í forkeppni Eurovision söngkeppninnar sem sýnd verður í Sjónvarpinu annað kvöld. Óhætt er hægt að fullyrða að Þórdís sé margt til lista lagt því hún hefur að undanförnu staðið staðið í ritdeilu við hæstaréttadómarann Jón Steinar Gunnlaugsson. Lífið 22.1.2010 03:00 Skilti Helga sýnd Sýning á mótmælaskiltum Helga Hóseassonar hefst í sýningarsal Norræna hússins á morgun kl. 15. Helgi Hóseasson, sem oft var kallaður mótmælandi Íslands, lést 6. september í fyrra eftir að hafa eytt stórum hluta ævi sinnar í að mótmæla á horni Langholtsvegar og Holtavegar. Lífið 22.1.2010 02:30 Veislan endurtekin Gítarveisla sem Björn Thoroddsen stóð fyrir í Salnum í Kópavogi í nóvember sló svo hressilega í gegn að veislan verður endurtekin í kvöld og annað kvöld vegna fjölda áskorana. Á tónleikunum bauð Björn til sín mörgum af helstu gítaristum þjóðarinnar sem spiluðu sín uppáhaldslög. Þarna mátti heyra og sjá listamenn á öllum aldri (sá yngsti var 22 ára, sá elsti 79 ára), spilandi alla stíla og var það mál manna að þarna hafi verið tekinn þverskurður af íslenskum gítarleik síðastliðin fimmtíu ár. Lífið 22.1.2010 02:00 Spilar lög af nýrri plötu Söngkonan Ólöf Arnalds heldur tónleika í Þjóðmenningarhúsinu á laugardagskvöld. Þar flytur hún efni af væntanlegri plötu sinni, Innundir skinni. Á plötunni, sem kemur út í vor, eru fjölbreyttari útsetningar og hljóðfæranotkun en á fyrstu plötu hennar, Við og við. Helstu hljóðfæraleikarar plötunnar utan Ólafar eru þeir Davíð Þór Jónsson og Skúli Sverrisson. Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós stjórnaði upptökum. Davíð Þór mun einmitt spila með Ólöfu á tónleikunum á laugardaginn, sem hefjast klukkan 20. Miðaverð er 2.000 krónur. Lífið 22.1.2010 01:30 Yrsa á hollensku Réttindastofa Bjarts & Veraldar hefur gengið frá samningum við hollenska forlagið The House of Books um útgáfu á bókinni Sér grefur gröf eftir Yrsu Sigurðardóttur. Þar með er ljóst að bókin, sem er önnur glæpasaga Yrsu, kemur út á að minnsta kosti sautján tungumálum. Lífið 22.1.2010 01:00 Ornella viðurkennir lýtaaðgerð „Ég er bùin að breyta vörunum mínum. Ég kem því bara beint frá mér núna," svarar Ornella Thelmudóttir fyrirsæta þegar Vísir spyr hana gagngert út í breytingarnar sem orðið hafa á vörum hennar. „Ég er mjög ánægð með allt sem ég geri fyrir mig. Ég viðurkenni það að ég hef mikinn áhuga á lýtaaðgerðum og sé ekkert að því að fara í aðgerð ef manni langar til." Hvaða efni léstu setja í varirnar? „Þetta er ekki sílikon. Þetta er nýtt efni sem var að koma á markaðinn. Lítið annað get ég sagt um þetta," segir Ornella. Fer efnið úr vörunum með tímanum? „Já það gerir það smátt og smátt. Þá fer maður bara aftur," svarar hún brosandi. „Ég er alltaf að taka að mér modelverkefni inn á milli hvort sem það er hér á landi eða erlendis," segir Ornella þegar talið berst að fyrisætustarfinu. „Ég stefni á að fara aftur út þar sem ég stunda leiklistarnám og starfa sem módel samhliða því." Lífið 21.1.2010 16:45 Móðir sprautufíkils sem er HIV smitaður - myndband „Hún hafði verið lögð inn uppá smitsjúkdómadeild þar sem hún var með lifrabólgu C og var með hita,“ sagði móðir 24 ára stúlku sem er HIV smituð þegar hún segir sjónvarpsþættinum Ísland í dag sögu sína. Sjá og heyra viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði. Lífið 21.1.2010 15:00 Haítí styrktartónleikar á Nasa - myndir Arnar Már Friðriksson og Birgir Sævarsson stóðu fyrir tónleikum til styrktar hjálparstarfi á Haítí í stamstarfi við Miller Genuine Draft og NASA í gærkvöldi. Landsþekktir tónlistarmenn gáfu vinnu sína. Páll Óskar, Stefán Hilmarsson, Jóhanna Guðrún, Buff, Helga Möller og Jóhann Helgason, Dikta, Dalton, Ragnheiður Gröndal, Haffi Haff, Erpur Eyvindarsson, Friðrik Ómar, Jógvan, Birgitta Haukdal , Hreimur, Mammút, Silfur, Trúton, Böddi, Arnar Már og Biggi. Kynnir var Unnur Birna. Meðfylgjandi má sjá myndir frá styrktartónleikunum. Lífið 21.1.2010 11:00 West Ham-glamið búið Á mánudag lauk enn einum kaflanum í útrásarævintýri Íslendinga þegar viðskiptafélagarnir David Gold og David Sullivan keyptu helmingshlut í enska knattspyrnuliðinu West Ham. Eftir stendur kannski bara minning um tvo roskna menn og lag um West Ham. Lífið 21.1.2010 06:00 Hitti indverska framleiðendur „Við fórum þangað til að hitta framleiðendur og leikstjóra og kanna aðeins jarðveginn fyrir frekara samstarf. Hvað kemur út úr þessari ferð verður síðan bara að koma í ljós,“ segir Grétar Örvarsson tónlistarmaður, en hann var á Indlandi með forseta Íslands til að kynna landið sem hentugan vettvang fyrir indverska kvikmyndagerð. Lífið 21.1.2010 05:30 Valin til að sýna hönnun á tískuvikunni í London „Þetta er mjög spennandi, ég fæ eiginlega í magann þegar ég hugsa um þetta," segir hönnunarneminn Vera Þórðardóttir. Lífið 21.1.2010 05:00 Sometime með smáskífu Hljómsveitin Sometime hefur gefið út á Netinu sína þriðju smáskífu af fyrstu og einu plötu sinni Supercalifragilisticexpialidocious sem var endurútgefin á síðasta ári. Á skífunni eru fimm endurhljóðblandanir af laginu Optimal Ending eftir Tommi White, Redd Lights, FM Belfast og Leopold Kristjánsson & Steinunni. Lífið 21.1.2010 04:00 Selur listaverk fyrir íbúa Haítí Listamaðurinn Guðmundur Rúnar Lúðvíksson er að skipuleggja myndlistarsýningu þar sem allur ágóðinn rennur til fórnarlamba jarðskjálftans á Haítí. Lífið 21.1.2010 03:00 Klúrasta bók allra tíma frá Evu norn „Ég veit alveg að það verða margir sem hneykslast á því sem ég leyfi mér að segja í bókinni. Það er allt í lagi. Fólk má alveg hneykslast,“ segir Eva Hauksdóttir, betur þekkt sem Eva norn. Lífið 21.1.2010 02:00 Hugsa út fyrir Ísland Lagið Hlið við hlið með Friðriki Dór var þriðja mest spilaða íslenska lagið á FM 95,7 í fyrra og er enn á lista. Friðrik er ungur og upprennandi poppsöngvari frá Hafnarfirði en mennirnir á bak við lagið heita Ingi Már Úlfarsson og Jóhann Bjarkason. Lífið 21.1.2010 01:00 Ætlar ekki að æla í beinni Vísir hafði samband við söngkonuna Önnu Hlín sem lenti í öðru sæti í síðustu Idol-keppni, en hún á von á sínu fyrsta barni 5. júlí næstkomandi. Anna Hlín flytur lagið Komdu á morgun til mín, eftir Grétar Sigurbergsson, í Söngvakeppni Sjónvarpsins næsta laugardag. Hvernig hefur þér liðið á meðgöngunni hingað til? „Mér er búið að líða ágætlega fyrir utan stanslausa ógleði fyrstu mánuðina upp á dag. Mér er stundum óglatt en ekki á hverjum degi. Það kemur öðru hverju uppkast." „Ég finn að það er minna pláss fyrir lungun en það er enginn þrýstingur og alls ekkert erfitt að anda," svarar Anna Hlín spurð hvernig er að syngja ólétt. Lífið 20.1.2010 14:45 Stjörnukokkur tók ekki æðiskast - myndband „Nei hann tók ekki æðiskast. Hann var bara mjög relaxed. Það var mjög gott að fá hann í gær," svaraði Agnar Sverrisson einn af eigendum veitingastaðarins Texture í London, sem fékk sína fyrstu Michelin stjörnu á dögunum, spurður út í breska stjörnukokkinn Gordon Ramsey sem snæddi þar deginum fyrir viðtalið sem sjá má á meðfylgjandi link. „Ég er með söl, humar, þorsk og lamb og fullt af skyri," segir Agnar meðal annars spurður út í hráefnin sem hann notar. Lífið 20.1.2010 13:00 Jóhanna Vilhjálms: Ég á ekki sjéns í hann - myndband „Ég náttúrulega valdi hann því ég vissi að hann myndi ekki fara í pólitík," segir Jóhanna Vilhjálmsdóttir fjölmiðlakona meðal annars í nærmynd sem Ísland í dag gerði um handboltamanninn Geir Sveinsson sem sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Lífið 20.1.2010 11:00 Þorgrímur Þráins og Jói Fel auglýsa The Silver Íslensku landsliðshetjurnar Björgvin Páll Gústafsson og Logi Geirsson hefja Evrópumótið í Austurríki með stæl. Því í dag koma á markað tvær nýjar tegundir í hárgels-línunni þeirra, The Silver. Þær heita Look 3 og The New Look. Lífið 20.1.2010 06:00 Semur fyrir dansverk Ólafur Arnalds semur tónlistina í dansverkinu Endalaust sem Íslenski dansflokkurinn æfir nú. Verkið er eftir Alan Lucien Öyen, ungan norskan danshöfund sem hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir verk sín. Lífið 20.1.2010 05:00 Ekki kominn með nýtt starf Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins og ritstjóri Kastljóssins, hefur sagt upp störfum hjá RÚV. Hann tilkynnti Páli Magnússyni útvarpsstjóra um ákvörðun sína á mánudagskvöld og greindi síðan samstarfsfólki frá þessari ákvörðun sinni í gær. Lífið 20.1.2010 04:00 Bráðum hata ég þig á fjalirnar Annað kvöld frumsýnir Nemendaleikhúsið nýtt leikverk, Bráðum hata ég þig, eftir Sigtrygg Magnason. Hann skrifaði verkið sérstaklega fyrir leikhópinn. Lífið 20.1.2010 03:00 Sigraði ljósmyndakeppni Jól.is - mynd „Þetta er sex ára sonur minn,“ svarar Daníel Stefán Halldórsson sem bar sigur úr bítum í ljósmyndakeppni Visir.is og Sony Center á jólavefnum Jól.is. 950 notendur Vísis sendu okkur skemmtileg augnablik úr jólaundirbúningnum og jólahaldinu. „Þetta kom mér mjög á óvart því mér fannst margar myndir í keppninni persónulega mjög flottar,“ sagði Daníel ánægður og bætir við: „Ég hef ekkert notað nýju vélina. Konan vill nota hana því ég er með manual vél sem henni finnst leiðinlegt að nota. Þessi vél er alveg fullkomin fyrir hana.“ Í myndasafni má sjá sigurmyndina. Lífið 19.1.2010 13:00 Líf og fjör í Hafnarhúsinu - myndir Hafnarhúsið iðaði af lífi og fjöri síðastliðið föstudagskvöld þegar þrjár sýningar, Ljóslitlífun, Dodda Maggý og Erró, voru formlega opnar. Sjá nánar um sýningarnar hér. Á meðfylgjandi myndum má sjá gestina. Lífið 19.1.2010 11:00 Geir vinsælastur á Facebook Vinatenglasíðan Facebook nýtur sífellt meiri vinsælda á meðal frambjóðenda í kosningum og prófkjörum. Margir halda því fram að Obama hafi unnið forkosningarnar á sínum tíma með því að nota fésbókina og tvitter. Lífið 19.1.2010 08:00 Þriðja barnið á leiðinni Þýska ofurfyrirsætan Claudia Schiffer á von á sínu þriðja barni með eiginmanni sínum Matthew Vaughn. Hin 39 ára blondína er komin fimm og hálfan mánuð á leið og á von á sér í maí. „Við erum himinlifandi og getum ekki beðið eftir því að bæta nýjum meðlimi í fjölskylduna," sagði hún. Schiffer og Vaughn, sem gengu í hjónaband árið 2002, eiga fyrir hinn sex ára Caspar og hina fimm ára Clementine. Lífið 19.1.2010 06:00 « ‹ ›
Hammer á klúbbakvöldi Umsjónarmaður næsta norræna klúbbakvölds JAJAJA, sem fer fram í London 15. apríl, verður Alexander Milas sem er ritstjóri hins virta þungarokkstímarits Metal Hammer. Milas mun velja þrjár hljómsveitir frá þremur mismunandi löndum úr hópi umsækjenda. Verði íslensk hljómsveit fyrir valinu veitir Útflutningsráð íslenskrar tónlistar, Útón, henni ferðastyrk sem nemur allt að 150 þúsund krónum. Þeim íslensku sveitum sem vilja sækja um er bent á síðuna www.sonicbids.com/jajaja. Fjórar íslenskar hljómsveitir hafa þegar komið fram á kvöldum JAJAJA: Kira Kira, Bloodgroup, Sudden Weather Change og Leaves. Lífið 22.1.2010 04:30
Insol með tónleika „Það má kalla þetta fyrstu eiginlegu útgáfutónleikana mína. Ég held ég hafi aldrei spilað á þannig tónleikum áður,“ segir trúbadorinn einlægi Insol, sem spilar í Havaríi í Austurstræti á laugardaginn. Þar flytur hann lög af safnplötu sinni, Hátindar, sem kom út fyrir jól auk þess sem hann spilar lög af tveimur væntanlegum plötum sínum, „Það og það“ og „Ísland skal aría griðland“. Lífið 22.1.2010 04:30
Uppfyllti markmið Íslandsferðar Bretinn Ian Usher ákvað að selja líf sitt á uppboðssíðunni eBay sumarið 2008. Mánuði síðar lagði hann af stað í ferðalag um heiminn þar sem hann var ákveðinn í að uppfylla hundrað markmið á jafnmörgum vikum. Ian heimsótti Ísland stuttu fyrir jól og meðan á dvöl hans stóð hugðist hann sjá Jökulsárlón og hin margrómuðu norðurljós. Lífið 22.1.2010 04:00
Sex keppa í úrslitunum Sex hljómsveitir taka þátt í úrslitum keppninnar Global Battle Of The Bands á Sódóma Reykjavík í kvöld. Þær eru Nögl, Endless Dark, Bárujárn, Mikado, Útidúr og Wistaria. Voru þær valdar úr hópi sautján hljómsveita. Sigursveitin verður fulltrúi Íslands í lokakeppninni sem verður haldin í London 27. apríl. Þar keppa hljómsveitir frá yfir þrjátíu löndum um titilinn besta nýja hljómsveit heimsins. Sigurlaunin eru tíu þúsund dollarar, tíu daga tónleikaferð um Bretland og vikudvöl í hljóðveri í London. Keppnin á Sódómu hefst klukkan 22 í kvöld og miðaverð er 500 krónur. Lífið 22.1.2010 03:30
Úr ritdeilu yfir í froðuna Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og leikskáld, verður á meðal þátttakanda í forkeppni Eurovision söngkeppninnar sem sýnd verður í Sjónvarpinu annað kvöld. Óhætt er hægt að fullyrða að Þórdís sé margt til lista lagt því hún hefur að undanförnu staðið staðið í ritdeilu við hæstaréttadómarann Jón Steinar Gunnlaugsson. Lífið 22.1.2010 03:00
Skilti Helga sýnd Sýning á mótmælaskiltum Helga Hóseassonar hefst í sýningarsal Norræna hússins á morgun kl. 15. Helgi Hóseasson, sem oft var kallaður mótmælandi Íslands, lést 6. september í fyrra eftir að hafa eytt stórum hluta ævi sinnar í að mótmæla á horni Langholtsvegar og Holtavegar. Lífið 22.1.2010 02:30
Veislan endurtekin Gítarveisla sem Björn Thoroddsen stóð fyrir í Salnum í Kópavogi í nóvember sló svo hressilega í gegn að veislan verður endurtekin í kvöld og annað kvöld vegna fjölda áskorana. Á tónleikunum bauð Björn til sín mörgum af helstu gítaristum þjóðarinnar sem spiluðu sín uppáhaldslög. Þarna mátti heyra og sjá listamenn á öllum aldri (sá yngsti var 22 ára, sá elsti 79 ára), spilandi alla stíla og var það mál manna að þarna hafi verið tekinn þverskurður af íslenskum gítarleik síðastliðin fimmtíu ár. Lífið 22.1.2010 02:00
Spilar lög af nýrri plötu Söngkonan Ólöf Arnalds heldur tónleika í Þjóðmenningarhúsinu á laugardagskvöld. Þar flytur hún efni af væntanlegri plötu sinni, Innundir skinni. Á plötunni, sem kemur út í vor, eru fjölbreyttari útsetningar og hljóðfæranotkun en á fyrstu plötu hennar, Við og við. Helstu hljóðfæraleikarar plötunnar utan Ólafar eru þeir Davíð Þór Jónsson og Skúli Sverrisson. Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós stjórnaði upptökum. Davíð Þór mun einmitt spila með Ólöfu á tónleikunum á laugardaginn, sem hefjast klukkan 20. Miðaverð er 2.000 krónur. Lífið 22.1.2010 01:30
Yrsa á hollensku Réttindastofa Bjarts & Veraldar hefur gengið frá samningum við hollenska forlagið The House of Books um útgáfu á bókinni Sér grefur gröf eftir Yrsu Sigurðardóttur. Þar með er ljóst að bókin, sem er önnur glæpasaga Yrsu, kemur út á að minnsta kosti sautján tungumálum. Lífið 22.1.2010 01:00
Ornella viðurkennir lýtaaðgerð „Ég er bùin að breyta vörunum mínum. Ég kem því bara beint frá mér núna," svarar Ornella Thelmudóttir fyrirsæta þegar Vísir spyr hana gagngert út í breytingarnar sem orðið hafa á vörum hennar. „Ég er mjög ánægð með allt sem ég geri fyrir mig. Ég viðurkenni það að ég hef mikinn áhuga á lýtaaðgerðum og sé ekkert að því að fara í aðgerð ef manni langar til." Hvaða efni léstu setja í varirnar? „Þetta er ekki sílikon. Þetta er nýtt efni sem var að koma á markaðinn. Lítið annað get ég sagt um þetta," segir Ornella. Fer efnið úr vörunum með tímanum? „Já það gerir það smátt og smátt. Þá fer maður bara aftur," svarar hún brosandi. „Ég er alltaf að taka að mér modelverkefni inn á milli hvort sem það er hér á landi eða erlendis," segir Ornella þegar talið berst að fyrisætustarfinu. „Ég stefni á að fara aftur út þar sem ég stunda leiklistarnám og starfa sem módel samhliða því." Lífið 21.1.2010 16:45
Móðir sprautufíkils sem er HIV smitaður - myndband „Hún hafði verið lögð inn uppá smitsjúkdómadeild þar sem hún var með lifrabólgu C og var með hita,“ sagði móðir 24 ára stúlku sem er HIV smituð þegar hún segir sjónvarpsþættinum Ísland í dag sögu sína. Sjá og heyra viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði. Lífið 21.1.2010 15:00
Haítí styrktartónleikar á Nasa - myndir Arnar Már Friðriksson og Birgir Sævarsson stóðu fyrir tónleikum til styrktar hjálparstarfi á Haítí í stamstarfi við Miller Genuine Draft og NASA í gærkvöldi. Landsþekktir tónlistarmenn gáfu vinnu sína. Páll Óskar, Stefán Hilmarsson, Jóhanna Guðrún, Buff, Helga Möller og Jóhann Helgason, Dikta, Dalton, Ragnheiður Gröndal, Haffi Haff, Erpur Eyvindarsson, Friðrik Ómar, Jógvan, Birgitta Haukdal , Hreimur, Mammút, Silfur, Trúton, Böddi, Arnar Már og Biggi. Kynnir var Unnur Birna. Meðfylgjandi má sjá myndir frá styrktartónleikunum. Lífið 21.1.2010 11:00
West Ham-glamið búið Á mánudag lauk enn einum kaflanum í útrásarævintýri Íslendinga þegar viðskiptafélagarnir David Gold og David Sullivan keyptu helmingshlut í enska knattspyrnuliðinu West Ham. Eftir stendur kannski bara minning um tvo roskna menn og lag um West Ham. Lífið 21.1.2010 06:00
Hitti indverska framleiðendur „Við fórum þangað til að hitta framleiðendur og leikstjóra og kanna aðeins jarðveginn fyrir frekara samstarf. Hvað kemur út úr þessari ferð verður síðan bara að koma í ljós,“ segir Grétar Örvarsson tónlistarmaður, en hann var á Indlandi með forseta Íslands til að kynna landið sem hentugan vettvang fyrir indverska kvikmyndagerð. Lífið 21.1.2010 05:30
Valin til að sýna hönnun á tískuvikunni í London „Þetta er mjög spennandi, ég fæ eiginlega í magann þegar ég hugsa um þetta," segir hönnunarneminn Vera Þórðardóttir. Lífið 21.1.2010 05:00
Sometime með smáskífu Hljómsveitin Sometime hefur gefið út á Netinu sína þriðju smáskífu af fyrstu og einu plötu sinni Supercalifragilisticexpialidocious sem var endurútgefin á síðasta ári. Á skífunni eru fimm endurhljóðblandanir af laginu Optimal Ending eftir Tommi White, Redd Lights, FM Belfast og Leopold Kristjánsson & Steinunni. Lífið 21.1.2010 04:00
Selur listaverk fyrir íbúa Haítí Listamaðurinn Guðmundur Rúnar Lúðvíksson er að skipuleggja myndlistarsýningu þar sem allur ágóðinn rennur til fórnarlamba jarðskjálftans á Haítí. Lífið 21.1.2010 03:00
Klúrasta bók allra tíma frá Evu norn „Ég veit alveg að það verða margir sem hneykslast á því sem ég leyfi mér að segja í bókinni. Það er allt í lagi. Fólk má alveg hneykslast,“ segir Eva Hauksdóttir, betur þekkt sem Eva norn. Lífið 21.1.2010 02:00
Hugsa út fyrir Ísland Lagið Hlið við hlið með Friðriki Dór var þriðja mest spilaða íslenska lagið á FM 95,7 í fyrra og er enn á lista. Friðrik er ungur og upprennandi poppsöngvari frá Hafnarfirði en mennirnir á bak við lagið heita Ingi Már Úlfarsson og Jóhann Bjarkason. Lífið 21.1.2010 01:00
Ætlar ekki að æla í beinni Vísir hafði samband við söngkonuna Önnu Hlín sem lenti í öðru sæti í síðustu Idol-keppni, en hún á von á sínu fyrsta barni 5. júlí næstkomandi. Anna Hlín flytur lagið Komdu á morgun til mín, eftir Grétar Sigurbergsson, í Söngvakeppni Sjónvarpsins næsta laugardag. Hvernig hefur þér liðið á meðgöngunni hingað til? „Mér er búið að líða ágætlega fyrir utan stanslausa ógleði fyrstu mánuðina upp á dag. Mér er stundum óglatt en ekki á hverjum degi. Það kemur öðru hverju uppkast." „Ég finn að það er minna pláss fyrir lungun en það er enginn þrýstingur og alls ekkert erfitt að anda," svarar Anna Hlín spurð hvernig er að syngja ólétt. Lífið 20.1.2010 14:45
Stjörnukokkur tók ekki æðiskast - myndband „Nei hann tók ekki æðiskast. Hann var bara mjög relaxed. Það var mjög gott að fá hann í gær," svaraði Agnar Sverrisson einn af eigendum veitingastaðarins Texture í London, sem fékk sína fyrstu Michelin stjörnu á dögunum, spurður út í breska stjörnukokkinn Gordon Ramsey sem snæddi þar deginum fyrir viðtalið sem sjá má á meðfylgjandi link. „Ég er með söl, humar, þorsk og lamb og fullt af skyri," segir Agnar meðal annars spurður út í hráefnin sem hann notar. Lífið 20.1.2010 13:00
Jóhanna Vilhjálms: Ég á ekki sjéns í hann - myndband „Ég náttúrulega valdi hann því ég vissi að hann myndi ekki fara í pólitík," segir Jóhanna Vilhjálmsdóttir fjölmiðlakona meðal annars í nærmynd sem Ísland í dag gerði um handboltamanninn Geir Sveinsson sem sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Lífið 20.1.2010 11:00
Þorgrímur Þráins og Jói Fel auglýsa The Silver Íslensku landsliðshetjurnar Björgvin Páll Gústafsson og Logi Geirsson hefja Evrópumótið í Austurríki með stæl. Því í dag koma á markað tvær nýjar tegundir í hárgels-línunni þeirra, The Silver. Þær heita Look 3 og The New Look. Lífið 20.1.2010 06:00
Semur fyrir dansverk Ólafur Arnalds semur tónlistina í dansverkinu Endalaust sem Íslenski dansflokkurinn æfir nú. Verkið er eftir Alan Lucien Öyen, ungan norskan danshöfund sem hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir verk sín. Lífið 20.1.2010 05:00
Ekki kominn með nýtt starf Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins og ritstjóri Kastljóssins, hefur sagt upp störfum hjá RÚV. Hann tilkynnti Páli Magnússyni útvarpsstjóra um ákvörðun sína á mánudagskvöld og greindi síðan samstarfsfólki frá þessari ákvörðun sinni í gær. Lífið 20.1.2010 04:00
Bráðum hata ég þig á fjalirnar Annað kvöld frumsýnir Nemendaleikhúsið nýtt leikverk, Bráðum hata ég þig, eftir Sigtrygg Magnason. Hann skrifaði verkið sérstaklega fyrir leikhópinn. Lífið 20.1.2010 03:00
Sigraði ljósmyndakeppni Jól.is - mynd „Þetta er sex ára sonur minn,“ svarar Daníel Stefán Halldórsson sem bar sigur úr bítum í ljósmyndakeppni Visir.is og Sony Center á jólavefnum Jól.is. 950 notendur Vísis sendu okkur skemmtileg augnablik úr jólaundirbúningnum og jólahaldinu. „Þetta kom mér mjög á óvart því mér fannst margar myndir í keppninni persónulega mjög flottar,“ sagði Daníel ánægður og bætir við: „Ég hef ekkert notað nýju vélina. Konan vill nota hana því ég er með manual vél sem henni finnst leiðinlegt að nota. Þessi vél er alveg fullkomin fyrir hana.“ Í myndasafni má sjá sigurmyndina. Lífið 19.1.2010 13:00
Líf og fjör í Hafnarhúsinu - myndir Hafnarhúsið iðaði af lífi og fjöri síðastliðið föstudagskvöld þegar þrjár sýningar, Ljóslitlífun, Dodda Maggý og Erró, voru formlega opnar. Sjá nánar um sýningarnar hér. Á meðfylgjandi myndum má sjá gestina. Lífið 19.1.2010 11:00
Geir vinsælastur á Facebook Vinatenglasíðan Facebook nýtur sífellt meiri vinsælda á meðal frambjóðenda í kosningum og prófkjörum. Margir halda því fram að Obama hafi unnið forkosningarnar á sínum tíma með því að nota fésbókina og tvitter. Lífið 19.1.2010 08:00
Þriðja barnið á leiðinni Þýska ofurfyrirsætan Claudia Schiffer á von á sínu þriðja barni með eiginmanni sínum Matthew Vaughn. Hin 39 ára blondína er komin fimm og hálfan mánuð á leið og á von á sér í maí. „Við erum himinlifandi og getum ekki beðið eftir því að bæta nýjum meðlimi í fjölskylduna," sagði hún. Schiffer og Vaughn, sem gengu í hjónaband árið 2002, eiga fyrir hinn sex ára Caspar og hina fimm ára Clementine. Lífið 19.1.2010 06:00