Lífið

Insol með tónleika

insol Tónlistarmaðurinn Insol spilar lög af safnplötunni Hátindar í Havarí.
insol Tónlistarmaðurinn Insol spilar lög af safnplötunni Hátindar í Havarí.

„Það má kalla þetta fyrstu eiginlegu útgáfutónleikana mína. Ég held ég hafi aldrei spilað á þannig tónleikum áður,“ segir trúbadorinn einlægi Insol, sem spilar í Havaríi í Austurstræti á laugardaginn. Þar flytur hann lög af safnplötu sinni, Hátindar, sem kom út fyrir jól auk þess sem hann spilar lög af tveimur væntanlegum plötum sínum, „Það og það“ og „Ísland skal aría griðland“.

„Ég býst við að ég fari að dreifa þeim fljótlega,“ segir Insol. „Önnur platan var tekin upp í nóvember 2008 og fjallar dálítið um kreppuna. Hin er öðruvísi, með þjóðernissöngvum og ástarsöngvum í bland.“

Platan Hátindar hefur að geyma bestu lög Insol af plötum sem hann gaf út á árunum 1999 til 2003. Dr. Gunni sá um að raða lögunum saman og Brak-hljómplötur gáfu plötuna út. Átján lög eru á henni, þar á meðal Hvenær mun hér á Íslandi rísa stjörnusambandsstöð?, Blóm, friður og ást, Stelpur vil ég stórar og Jafnréttið er eina svarið. Tónleikarnir í Havaríi hefjast klukkan 16 og aðgangseyrir er enginn. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.