Lífið

Veislan endurtekin

gítarar skoðaðir Samhliða tónleikunum í fyrra var opnuð gítarasýning í Tónlistarsafni Íslands. Hér eru Björn Thoroddsen, Jón Páll Bjarnason og Ólafur Gaukur Þórhallsson að virða fyrir sér einn safnmuninn.fréttablaðið/Vilhelm
gítarar skoðaðir Samhliða tónleikunum í fyrra var opnuð gítarasýning í Tónlistarsafni Íslands. Hér eru Björn Thoroddsen, Jón Páll Bjarnason og Ólafur Gaukur Þórhallsson að virða fyrir sér einn safnmuninn.fréttablaðið/Vilhelm

Gítarveisla sem Björn Thoroddsen stóð fyrir í Salnum í Kópavogi í nóvember sló svo hressilega í gegn að veislan verður endurtekin í kvöld og annað kvöld vegna fjölda áskorana. Á tónleikunum bauð Björn til sín mörgum af helstu gítaristum þjóðarinnar sem spiluðu sín uppáhaldslög. Þarna mátti heyra og sjá listamenn á öllum aldri (sá yngsti var 22 ára, sá elsti 79 ára), spilandi alla stíla og var það mál manna að þarna hafi verið tekinn þverskurður af íslenskum gítarleik síðastliðin fimmtíu ár.

Eftirtaldir gítaristar koma fram á tónleikunum: Tryggvi Hübner, Vilhjálmur Guðjónsson, Ólafur Gaukur Þórhallsson, Þorsteinn Magnússon, Björn Thoroddsen, Halldór Bragason, Jón Páll Bjarnason, Sigurgeir Sigmundsson, Sævar Árnason, Gunnar Ringsted, Eðvarð Lárusson, Hjörtur Steinarsson, Guitar Islancio og Þórður Árnason auk rythmasveitar sem skipuð er Jóhanni Hjörleifssyni og Jóni Rafnssyni.

Sem áður segir verða tvennir tónleikar í boði, í kvöld og annað kvöld, í Salnum í Kópavogi.

Hljóðritun frá tónleikunum í Salnum er komin út á disk. Þar má heyra fjórtán tóndæmi þar sem gítarleikaralandsliðið sýnir fimi sína.- drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.