Lífið

Skilti Helga sýnd

Í norræna húsinu Sýning á mótmælaskiltum Helga hefst á morgun.
Í norræna húsinu Sýning á mótmælaskiltum Helga hefst á morgun.

Sýning á mótmælaskiltum Helga Hóseassonar hefst í sýningarsal Norræna hússins á morgun kl. 15. Helgi Hóseasson, sem oft var kallaður mótmælandi Íslands, lést 6. september í fyrra eftir að hafa eytt stórum hluta ævi sinnar í að mótmæla á horni Langholtsvegar og Holtavegar.

Þar er ætlunin að koma fyrir minningarskildi um baráttuna. Helgi var smiður og handverksmaður góður og lagði mikla vinnu í skiltin fjölmörgu sem hann mótmælti með. Segja má að hvert þeirra sé listaverk út af fyrir sig.

Stór hluti þessara skilta er nú í einkaeigu en náðst hefur samkomulag um að halda sýningu á þeim auk þess sem ljósmyndir eftir Gunnar V. Andrésson af Helga með skiltin verða einnig til sýnis. Sýningin verður opin alla daga nema mánudaga fram til 14. febrúar. Aðgangur er ókeypis.- drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.