Lífið

Úr ritdeilu yfir í froðuna

kona orða sinna
Þórdís Elva Bachmann mun syngja bakrödd í lagi Steinarrs Loga Nesheim í forkeppni Eurovision sem fram fer í Sjónvarpinu á laugardag.
Fréttablaðið/stefán
kona orða sinna Þórdís Elva Bachmann mun syngja bakrödd í lagi Steinarrs Loga Nesheim í forkeppni Eurovision sem fram fer í Sjónvarpinu á laugardag. Fréttablaðið/stefán

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og leikskáld, verður á meðal þátttakanda í forkeppni Eurovision söngkeppninnar sem sýnd verður í Sjónvarpinu annað kvöld. Óhætt er hægt að fullyrða að Þórdís sé margt til lista lagt því hún hefur að undanförnu staðið staðið í ritdeilu við hæstaréttadómarann Jón Steinar Gunnlaugsson.

Þórdís Elva mun syngja bakraddir í lagi Steinarrs Loga Nesheim, Every Word, ásamt bróður sínum, Þórði Gunnari Þorvaldssyni. „Á gamlárskvöldi ákváðum við bróðir minn að strengja áramótaheit saman sem við mundum efna á þessu ári. Bróðir minn rekur hljóðverið Stúdíó Ljónshjarta og við ákváðum að þetta áramótaheit yrði tónlistartengt, hann var svo ekkert að tvínóna við hlutina heldur hringir í mig og segir mér að við séum að fara að syngja í Eurovision. Á dauða mínum átti ég von, en ekki þessu, en ég er kona orða minna og verð að standa við þau," útskýrir Þórdís Elva sem segist hafa sungið mikið á yngri árum en að söngurinn hafi verið kominn neðarlega á forgangslistann hjá henni.

Aðspurð segist Þordís Elva hafa æft sig hæfilega fyrir keppnina og hefur spilað lagið endurtekið í hverri brjóstagjöf, en stutt er síðan hún lá sængurleguna.

Þórdís Elva segir vissulega skrítið að fara úr ritdeilu um háalvarleg mál yfir í Eurovision.

„Mér finnst ég svolítið vera að leika tveimur skjöldum með því að fara úr ritdeilunni yfir í froðuna, en ég ætla bara að vera samkvæm sjálfri mér. Ég get tekið lífinu hæfilega alvarlega og á sama tíma staðið á mínu gangvart mönnum í ráðastöðum. Ég skora eiginlega á Jón Steinar hér með til að taka sjálfur þátt í Eurovision, hann getur ekki verið minni maður en ég." -sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.