Lífið

Sex keppa í úrslitunum

nögl Hljómsveitin Nögl er ein þeirra sem keppa í úrslitunum á Sódómu í kvöld.
nögl Hljómsveitin Nögl er ein þeirra sem keppa í úrslitunum á Sódómu í kvöld.
Sex hljómsveitir taka þátt í úrslitum keppninnar Global Battle Of The Bands á Sódóma Reykjavík í kvöld. Þær eru Nögl, Endless Dark, Bárujárn, Mikado, Útidúr og Wistaria. Voru þær valdar úr hópi sautján hljómsveita. Sigursveitin verður fulltrúi Íslands í lokakeppninni sem verður haldin í London 27. apríl. Þar keppa hljómsveitir frá yfir þrjátíu löndum um titilinn besta nýja hljómsveit heimsins. Sigurlaunin eru tíu þúsund dollarar, tíu daga tónleikaferð um Bretland og vikudvöl í hljóðveri í London. Keppnin á Sódómu hefst klukkan 22 í kvöld og miðaverð er 500 krónur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.