Lífið

Hammer á klúbbakvöldi

bloodgroup Bloodgroup er ein þeirra hljómsveita sem hafa spilað á klúbbakvöldi JAJAJA.
bloodgroup Bloodgroup er ein þeirra hljómsveita sem hafa spilað á klúbbakvöldi JAJAJA.
Umsjónarmaður næsta norræna klúbbakvölds JAJAJA, sem fer fram í London 15. apríl, verður Alexander Milas sem er ritstjóri hins virta þungarokkstímarits Metal Hammer. Milas mun velja þrjár hljómsveitir frá þremur mismunandi löndum úr hópi umsækjenda. Verði íslensk hljómsveit fyrir valinu veitir Útflutningsráð íslenskrar tónlistar, Útón, henni ferðastyrk sem nemur allt að 150 þúsund krónum. Þeim íslensku sveitum sem vilja sækja um er bent á síðuna www.sonicbids.com/jajaja. Fjórar íslenskar hljómsveitir hafa þegar komið fram á kvöldum JAJAJA: Kira Kira, Bloodgroup, Sudden Weather Change og Leaves.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.