Bráðum hata ég þig á fjalirnar 20. janúar 2010 03:00 Samrýnd Útskriftarhópurinn 2010 frá vinstri: Hilmir Jensson, Ævar Þór Benediktsson, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir. Þau leika í leikverkinu Bráðum hata ég þig eftir Sigtrygg Magnason.Fréttablaðið/GVA Annað kvöld frumsýnir Nemendaleikhúsið nýtt leikverk, Bráðum hata ég þig, eftir Sigtrygg Magnason. Hann skrifaði verkið sérstaklega fyrir leikhópinn. Leikritið Bráðum hata ég þig fjallar um fjórar systur sem hittast við jarðarför móður sinnar. Áralöng bæling sýður undir kvikunni og Þórunn Arna Kristjánsdóttir, einn leikaranna í útskriftarhópnum, játar að sýningin taki á, að minnsta kosti fyrir leikarana. „Það tekur rosalega á sálina að leika þetta. Þegar maður er búinn að sýna er maður gjörsamlega búinn. En það er samt mjög góð tilfinning,“ segir hún. Verkið er bannað innan 16 ára. „Sýningin fjallar um viðkvæm málefni sem við teljum að hæfi ekki ungum börnum,“ segir Þórunn. „það er ekki það að þetta sé eitthvað splatter!“Ætla ekki að hrapaÍ vor útskrifast sjö leikarar frá Listaháskólanum auk Þórunnar, þau Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Hilmir Jensson, Lára Jóhanna Jónsdóttir,Svandís Dóra Einarsdóttir og Ævar Þór Benediktsson. Tveir strákanna hafa sést í kringum Vaktirnar. Ævar lék sveitastrákinn, vin Georgs í Dagvaktinni, og Hilmar lék útvarpsmann á FM í Bjarnfreðarsyni. Að öðru leyti eru þetta „fersk andlit“ og búin að vera saman í náminu síðan 2006. Eðlilega eru þau orðin samrýnd. „Það er ekki sjálfgefið að það séu sjö saman í hóp og þeim líki vel hverju við annað, en það gerðist nú samt hjá okkur, eiginlega frá fyrsta degi,“ segir Þórunn. „Ég veit að þetta er klisja en þetta er nú samt alveg satt! Það er rosalegt traust og gleði í þessum hópi.“ Er þá ekki mikil sorg að yfirgefa hreiðrið og halda út í kreppuna? „Ég finn nú bara að við erum orðin alveg tilbúin til þess. Þótt við í hópnum munum kveðjast þá veit ég að einhvern tímann munum við gera eitthvað saman. Þegar maður er hluti af svona flottum hópi þá er það gott stökk út í lífið. Þótt maður fái ekki endilega eitthvað að gera í stóru leikhúsunum eða í bíómyndum þá er gott að eiga góða vini sem hægt er að búa til eitthvað magnað með.“ Hvernig eru atvinnuhorfur nýútskrifaðra leikara? „Til að fá launaða vinnu eru þær nú ekkert rosalega góðar! En ég er einhvern veginn að fatta núna að leiklistin er það eina sem mun halda í mér lífinu um ævina. Þetta er það sem mig langar til að gera. Þá vinnur maður bara í einhverju öðru á daginn og gerir þetta á kvöldin, ef hitt er ekki í boði. Maður gefst ekkert upp. Í dag er fullt af grúppum sem fengu enga styrki en gera samt bara hlutina og komast langt. Það er bara það sem þarf að gera. Ég hef engar áhyggjur af okkur. Við stöndum öll á brúninni og tökum flugið. Við ætlum ekkert að hrapa.“ Þetta er annað leikritið sem Nemendaleikhúsið sýnir í vetur. Fyrst kom Eftirlitsmaðurinn eftir Gogol, sem var sýnt fyrir fullu húsi í haust. Lokaverkið tekur síðan við þegar sýningum á Bráðum hata ég þig lýkur, en tíu sýningar eru auglýstar. Bráðum hata ég þig er sýnt í Smiðjunni, leikhúsi Listaháskólans við Sölvhólsgötu. Leikstjóri er Una Þorleifsdóttir, búninga-og sviðsmyndahönnun er í höndum Axels Hallkels Jóhannessonar, Egill Ingibergsson sér um ljósahönnun og tæknistjórn og Brynja Björnsdóttir aðstoðar við leikmynd og tæknivinnu. drgunni@frettabladid.is Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Annað kvöld frumsýnir Nemendaleikhúsið nýtt leikverk, Bráðum hata ég þig, eftir Sigtrygg Magnason. Hann skrifaði verkið sérstaklega fyrir leikhópinn. Leikritið Bráðum hata ég þig fjallar um fjórar systur sem hittast við jarðarför móður sinnar. Áralöng bæling sýður undir kvikunni og Þórunn Arna Kristjánsdóttir, einn leikaranna í útskriftarhópnum, játar að sýningin taki á, að minnsta kosti fyrir leikarana. „Það tekur rosalega á sálina að leika þetta. Þegar maður er búinn að sýna er maður gjörsamlega búinn. En það er samt mjög góð tilfinning,“ segir hún. Verkið er bannað innan 16 ára. „Sýningin fjallar um viðkvæm málefni sem við teljum að hæfi ekki ungum börnum,“ segir Þórunn. „það er ekki það að þetta sé eitthvað splatter!“Ætla ekki að hrapaÍ vor útskrifast sjö leikarar frá Listaháskólanum auk Þórunnar, þau Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Hilmir Jensson, Lára Jóhanna Jónsdóttir,Svandís Dóra Einarsdóttir og Ævar Þór Benediktsson. Tveir strákanna hafa sést í kringum Vaktirnar. Ævar lék sveitastrákinn, vin Georgs í Dagvaktinni, og Hilmar lék útvarpsmann á FM í Bjarnfreðarsyni. Að öðru leyti eru þetta „fersk andlit“ og búin að vera saman í náminu síðan 2006. Eðlilega eru þau orðin samrýnd. „Það er ekki sjálfgefið að það séu sjö saman í hóp og þeim líki vel hverju við annað, en það gerðist nú samt hjá okkur, eiginlega frá fyrsta degi,“ segir Þórunn. „Ég veit að þetta er klisja en þetta er nú samt alveg satt! Það er rosalegt traust og gleði í þessum hópi.“ Er þá ekki mikil sorg að yfirgefa hreiðrið og halda út í kreppuna? „Ég finn nú bara að við erum orðin alveg tilbúin til þess. Þótt við í hópnum munum kveðjast þá veit ég að einhvern tímann munum við gera eitthvað saman. Þegar maður er hluti af svona flottum hópi þá er það gott stökk út í lífið. Þótt maður fái ekki endilega eitthvað að gera í stóru leikhúsunum eða í bíómyndum þá er gott að eiga góða vini sem hægt er að búa til eitthvað magnað með.“ Hvernig eru atvinnuhorfur nýútskrifaðra leikara? „Til að fá launaða vinnu eru þær nú ekkert rosalega góðar! En ég er einhvern veginn að fatta núna að leiklistin er það eina sem mun halda í mér lífinu um ævina. Þetta er það sem mig langar til að gera. Þá vinnur maður bara í einhverju öðru á daginn og gerir þetta á kvöldin, ef hitt er ekki í boði. Maður gefst ekkert upp. Í dag er fullt af grúppum sem fengu enga styrki en gera samt bara hlutina og komast langt. Það er bara það sem þarf að gera. Ég hef engar áhyggjur af okkur. Við stöndum öll á brúninni og tökum flugið. Við ætlum ekkert að hrapa.“ Þetta er annað leikritið sem Nemendaleikhúsið sýnir í vetur. Fyrst kom Eftirlitsmaðurinn eftir Gogol, sem var sýnt fyrir fullu húsi í haust. Lokaverkið tekur síðan við þegar sýningum á Bráðum hata ég þig lýkur, en tíu sýningar eru auglýstar. Bráðum hata ég þig er sýnt í Smiðjunni, leikhúsi Listaháskólans við Sölvhólsgötu. Leikstjóri er Una Þorleifsdóttir, búninga-og sviðsmyndahönnun er í höndum Axels Hallkels Jóhannessonar, Egill Ingibergsson sér um ljósahönnun og tæknistjórn og Brynja Björnsdóttir aðstoðar við leikmynd og tæknivinnu. drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira