Lífið Deilt um íslenska tungu „Það hefur engin ákvörðun verið tekin en ég reikna með að það verði gert eftir helgi,” segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur til að endurskoða reglur um Söngvakeppni Sjónvarpsins en eins og þær eru í dag er höfundum frjálst að flytja lagið á hvaða tungumáli sem er. Eins og Fréttablaðið greindi frá í þessari viku þá er aðeins eitt lag eftir í núverandi keppni sem sungið er á íslensku en það er lag Hvanndalsbræðra, Gleði og Glens. Páll vildi ekkert gefa upp hvernig vindar blæsu í þessu máli en sagði vissulega skrýtið að standa frammi fyrir þeirri staðreynd að frumsamin íslensk lög fyrir íslenska keppni skyldu nánast öll vera sungin á ensku. Lífið 28.1.2010 06:00 Breytist í Drakúla Sam Worthington, aðalleikarinn í stórmyndinni Avatar, ætlar að flytja sig um set frá Pandóru yfir til Transylvaníu. Hann er í viðræðum um að taka að sér aðalhlutverkið í myndinni Dracula Year Zero. Myndin fjallar um söguna á bak við greifann Drakúla og hvað varð til þess að hann breyttist í blóðdrekkandi ófreskju. Það er kvikmyndafyrirtækið Universal sem framleiðir myndina en það sendi á fjórða og fimmta áratugnum frá sér hryllingsmyndir á borð við Frankenstein og The Wolfman. Einnig framleiddi það myndina Dracula sem kom út 1979. Worthington getur valið úr hlutverkum þessa dagana eftir velgengni Avatar. Hann sést næst í hinni endurgerðu Clash of the Titans, auk þess sem hann hefur verið orðaður við myndina The Last Days of American Crime. Lífið 28.1.2010 06:00 Ný kynslóð Bubba-aðdáenda Bubbi Morthens fagnar í ár þrjátíu ára starfsafmæli sínu en í stað þess að leigja Laugardalshöllina undir stórtónleika flakkar Bubbi milli framhaldsskóla með gítarinn að vopni. Lífið 28.1.2010 06:00 Kokkarnir fengu fyrstir veður af stýrivaxtalækkuninni Matreiðslumennirnir Úlfar Eysteinsson og Tómas Tómasson fengu fyrstir allra veður af hugsanlegri stýrivaxtalækkun. Seðlabankastjóri hringdi í þá á mánudagskvöldið og greindi þeim frá því að þeir yrðu að vera í startholunum. Hárskeri seðlabankastjórans sá síðan um raksturinn. Lífið 28.1.2010 06:00 Fjölskylda Pitt vill skilnað Sögusagnir um sambandsslit Angelinu Jolie og Brads Pitt hafa lengi verið á kreiki og nú fyrir helgi fullyrtu fjölmiðlar að sambandinu væri endanlega lokið. Lífið 28.1.2010 06:00 Stærri en Titanic Stórmyndin Avatar hefur siglt fram úr Titanic sem tekjuhæsta mynd allra tíma. Á aðeins sex vikum hefur hún halað inn um 240 milljörðum króna og þar með á leikstjórinn James Cameron tvær tekjuhæstu myndir sögunnar. Met Titanic var sett á árunum 1997 til 1998 og töldu margir að það yrði seint slegið. Tekjuhæsta mynd allra tíma í Norður-Ameríku er aftur á móti enn þá Gone With the Wind sem kom út árið 1939 með Clark Gable og Vivien Leigh í aðalhlutverkum. Margir telja líklegt að Avatar hljóti fjölda tilnefninga til Óskarsverðlauna en tilkynnt verður um þær á þriðjudaginn. Stutt er síðan myndin hlaut tvenn Golden Globe-verðlaun. Lífið 28.1.2010 05:15 SOAD enn í pásu Framsækna þungarokkshljómsveitin System of a down var síðast með plötu 2005, Hypnotize. Ekkert kombakk er í spilunum enda er söngvarinn og gítarleikarinn Serj Tankian með mörg járn í eldinum. Hann gerði sólóplötuna Elect the Dead árið 2007 og væntanleg í mars er sinfónísk útgáfa af þeirri plötu á CD og DVD, gerð með sinfóníuhljómsveitinni í Auckland á Nýja-Sjálandi. Þá stefnir Serj á nýja sólóplötu í sumar og gengur platan undir vinnuheitinu Music Without Borders. „Þetta er á margan hátt alveg ný tónlist,“ sagði Serj nýlega í tímaritinu Billboard. „Þetta er elektró sinfónískt djass-rokk. Þarna er sinfóníuhljómsveit, þungir elektrónískir taktar, hefðbundin rokkhljóðfæri og „sömpl“. Nefndu það, það er þarna. Þetta er risastór veggur af hljóðum.“ Lífið 28.1.2010 05:00 Hætt við skilnað? Samkvæmt hinum ýmsu fjölmiðlum í Bandaríkjunum hefur Elin Nordegren ákveðið að styðja við bakið á eiginmanni sínum, Tiger Woods. Woods dvelur nú á meðferðarheimilinu Gentle Path þar sem hann vinnur að því að ná tökum á kynlífsfíkn sinni og hefur sést til Nordegren heimsækja hann á heimilið nokkrum sinnum. „Elin vill stöðugt fjölskyldulíf. Hún er sjálf skilnaðarbarn og fannst hún missa tengslin við föður sinn eftir skilnað foreldra sinna. Hún vill koma í veg fyrir að hið sama gerist fyrir Sam og Charlie. Hún vill að fjölskyldan haldi áfram að vera ein heild, jafnvel þótt það þýði að hún og Tiger búi saman sem vinir,“ var haft eftir heimildarmanni. Lífið 28.1.2010 05:00 Ekki hrifinn af verðlaunahátíðum Þrátt fyrir að hafa fengið fjölda verðlauna að undanförnu fyrir leik sinn í myndinni Crazy Heart hefur Jeff Bridges ekki gaman af verðlaunahátíðum. Lífið 28.1.2010 04:00 Þögguðu niður í króatísku stuðningsmönnunum Þó svo að stuðningsmannahópur íslenska landsliðsins í handbolta sé ekki fjölmennur lætur hann vel í sér heyra á áhorfendapöllunum á leikjum liðsins á Evrópumeistaramótinu í Austurríki. Fréttablaðið hitti á galvaskan hóp sjómanna skömmu fyrir leik Íslands og Rússlands á þriðjudaginn hér í Stadthalle í Vínarborg. „Við heitum Gullhópurinn,“ segir Hlynur Sigurðsson stoltur. „Við erum allir sjómenn úr Grundarfirði,“ bætir hann við. Lífið 28.1.2010 04:00 Dúndur afmælisfréttir Dúndurfréttir, öflugasta „kóver-band“ Íslands, fagnar fimmtán ára afmæli í ár. Bandið var stofnað á Gauki á Stöng af hópi vina úr tónlistarbransanum og var tilgangurinn einfaldur: að spila uppáhaldslögin með gömlu rokkmeisturunum. Á þessum fimmtán árum hefur sveitin glatt landann með mörgum metnaðarfullum uppákomum og haldið heiðri klassísks rokks hátt á lofti. Má nefna stóra viðburði eins og The Wall með Sinfóníuhljómsveitum Íslands og Færeyja, Dark Side Of The Moon í Borgarleikhúsinu og tónleika með Ken Hensley, forsprakka Uriah Heep, í Austurbæ. Lífið 28.1.2010 03:30 Gibson vill enga lífverði Í nýlegu viðtali við Hello Magazine skírði leikarinn Mel Gibson frá því að í stað þess að ráða til sín lífverði svæfi hann með byssu við rúm sitt. „Ég var einu sinni með lífverði, en mér fannst það erfitt. Ef þinn tími er kominn, þá er hann kominn. Ef ég ligg í rúmi mínu og einhver brýst inn til mín þá annaðhvort vakna ég eða ekki. Annaðhvort næ ég honum með kylfunni minni eða byssunni sem ég sef með, eða þeir ná mér,“ sagði leikarinn og þegar hann var spurður hvort hann ætti byssu í raun svaraði hann: „Auðvitað. Á tímum sem þessum verður maður að gíra sig upp. Algjörlega.“ Lífið 28.1.2010 03:30 Miður sín Leikarinn Jake Gyllenhaal er að sögn heimildarmanna enn miður sín eftir sambandsslitin við Reese Witherspoon. Gyllenhaal var boðið til veislu fyrr í mánuðinum en leikarinn virtist lítið skemmta sér heldur gekk um með sorgarsvip og ræddi við fáa, en þökk sé leikaranum Sean Penn tók Gyllenhaal gleði sína á ný áður en kvöldinu var lokið. „Það var augljóst að Jake var miður sín. Hann brosti ekki og talaði lítið. Sean gekk til hans, klappaði honum á bakið og sagði honum að vera þakklátur fyrir það að hafa aldrei gifst. Sean sagði honum að hjónaband sé ofmetið og að hann ætti að njóta þess að vera laus og liðugur á meðan hann geti. Svo virðist sem Jake hafi tekið ráðum Seans því hann brosti mun meira eftir að tali þeirra lauk,“ var haft eftir heimildarmanni. Lífið 28.1.2010 03:15 Kveður rokkið og snýr sér að boltanum Söngvari þungarokksveitarinnar Shogun, Ásgeir Börkur Ásgeirsson, hefur sagt skilið við félaga sína og ætlar í staðinn að einbeita sér að fótboltaferlinum með Fylki. Lífið 28.1.2010 03:00 Fyrsta rafbassabókin Ólafur Þór Kristjánsson, skólastjóri tónlistarskólans Tónsala, hefur gefið út kennslubók í rafbassaleik, þá fyrstu sinnar tegundar á íslensku. Í bókinni, Rafbassinn – kennslubók fyrir byrjendur í rafbassaleik er blandað saman æfingum og þekktum lögum, íslenskum og erlendum. Á aðgengilegan hátt er nótnalestur kenndur þannig að byrjendur eiga að geta spilað einföld lög eftir lestur bókarinnar. Einnig er að finna tækniæfingar sem nauðsynlegar eru fyrir bassaleikara. Geisladiskur með undirleik af æfingum og lögum fylgir. Í bókinni er einnig að finna yfirlit yfir nokkra íslenska rafbassaleikara sem markað hafa spor í íslenskri dægurtónlistarsögu undanfarna áratugi. Bókin fæst í öllum helstu bókabúðum og hljóðfæraverslunum landsins. Lífið 28.1.2010 02:00 Merk bók, rómantík og matur Auk ævintýramyndarinnar Where the Wild Things Are verða þrjár kvikmyndir frumsýndar hérlendis um helgina. Lífið 28.1.2010 02:00 Leikstýrir loðnum verum Ævintýramynd leikstjórans Spike Jonze, Where the Wild Things Are, verður frumsýnd á morgun. Jonze vakti fyrst athygli fyrir tónlistarmyndbönd áður en hann sneri sér að hvíta tjaldinu. Lífið 28.1.2010 02:00 Benni Hemm í gang Benni Hemm Hemm hefur undanfarið búið og starfað í Edinborg. Og nú er von á 5-laga stuttskífu í byrjun apríl Platan nefnist Retaliate og verður gefin út á 10” vinýl og CD í takmörkuðu upplagi á Íslandi, Evrópu, Japan og Bandaríkjunum. Platan var tekin upp á heimili Benedikts í Edinborg, en hann sá sjálfur að mestu um upptökur og hljóðfæraleik. Lífið 28.1.2010 02:00 Tónsmíðakeppnin Demó yfirstaðin Demó, tónsmíðakeppni okkar Verzlinga, var haldin með glæsibrag fimmtudaginn 21. janúar síðastliðinn. Í ár stigu tólf atriði á stokk og það heyrðist greinilega að mikið er af hæfileikaríkum lagasmiðum í Verzló. Það voru drengirnir í Molotov Cocktail Party sem báru sigur úr býtum með lagið Sky High. Hljómsveitina skipa þeir Arnar Kári Axelsson, Sævar Már Óskarsson, Sindri Snær Harðarson og Dagur Sigurðsson. Lífið 27.1.2010 22:41 Íslendingar gera allt vitlaust í Danmörku „Þessi skemmtilegi siður sem fylgir þorra er árlegur viðburður hjá Íslendingafélögum hér í Danmörku," segir Hrafnhildur og heldur áfram: Lífið 27.1.2010 17:00 Bólu-Hjálmar í Þjóðleikhúsinu Í kvöld og annað kvöld sýnir Stoppleikhópurinn verðlaunaleikritið Bólu-Hjálmar í Þjóðleikhúsinu. Aðeins er um þessar tvær sýningar að ræða. Sýningin hlaut Grímuverðlaunin sem Barna- og unglingaleiksýning ársins 2009. Lífið 27.1.2010 06:00 Syngja fyrir íbúa Haítí Tónleikar til styrktar hjálparstarfi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Unicef, á Haítí verða haldnir á Sódómu Reykjavík á fimmtudagskvöld klukkan 20.30. Þar koma fram Mugison, Bloodgroup, Kimono, Morðingjarnir, Ourlives, 13 og Retro Stefson dj"s. Miðaverð er 1.000 krónur og rennur allur ágóðinn til Unicef. Einnig verður tekið á móti frjálsum framlögum á síðunni Unicef.is og á tónleikunum sjálfum. Lífið 27.1.2010 05:45 Misskilningur á úrslitakvöldi Rokksveitin Endless Dark bar sigur úr býtum í hljómsveitakeppninni Global Battle of the Bands sem var haldin um síðustu helgi. Hljómsveitin verður fulltrúi Íslands í lokakeppninni sem verður haldin í London 27. apríl. Lífið 27.1.2010 05:30 Leikstýrði auglýsingu fyrir bandaríska sjóherinn „Þetta er náttúrlega mjög skemmtilegt,“ segir Egill Örn Egilsson, kvikmyndatökumaður og leikstjóri, sem búsettur hefur verið í Hollywood undanfarin ár. Hann er tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatöku í sjónvarpsþáttunum Dark Blue hjá American Society of Cinematographers eða samtökum bandarískra kvikmyndatökumanna. Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum sem Egill er tilnefndur til þessara verðlauna en í hin tvö skiptin var Egill tilnefndur fyrir tökurnar í spennuþáttunum CSI:Miami. Lífið 27.1.2010 05:00 Hlegið að eigin raunum Leikritið Góðir Íslendingar var frumsýnt í Borgarleikhúsinu fyrir skömmu. Fjöldi þekktra einstaklinga mætti á frumsýninguna, þar sem kreppan er helsta umfjöllunarefnið. Lífið 27.1.2010 04:00 Fólkið valdi Rebekku „Þetta er rosalega spennandi og ég bjóst ekki við að vinna. Ég var mjög hissa þegar það var hringt í mig,“ segir listamaðurinn Rebekka Guðleifsdóttir. Lífið 27.1.2010 03:00 Mozart á Kjarvalsstöðum Annað kvöld verða haldnir Mozart-tónleikar á Kjarvalsstöðum í tilefni af fæðingardegi tónskáldsins. Hann fæddist 27. janúar árið 1756 og lést 5. desember 1791, 35 ára að aldri. Lífið 27.1.2010 02:30 Dexter á batavegi Leikarinn Michael C. Hall, sem fer með hlutverk Dexters í samnefndum sjónvarpsþáttum, hlaut nýverið bæði Golden Globe- og SAG-verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum. Stuttu fyrir Golden Globe-verðlaunaafhendinguna tilkynnti leikarinn opinberlega að hann hefði greinst með eitilfrumukrabbamein, en að batahorfur væru góðar. Lífið 27.1.2010 02:00 Íslenskar Playboykanínur - myndir Á meðfylgjandi myndum má sjá rammíslenskar Playboykanínur sem skemmtu sér á Club 101 um helgina. Þá má líka sjá að gríðarleg stemning var einnig á Hressó, Jacobsen og Kaffi Zimsen. Myndirnar tók Sveinbi ljósmyndari. Superman.is Lífið 26.1.2010 09:30 Eddunni frestað fram í febrúar Eddu-verðlaunahátíðinni sem átti að halda í lok janúar hefur verið frestað fram í febrúar. Ástæðan er ákvörðun Sjónvarpsins um að hætta við að sýna beint frá henni vegna niðurskurðar. Lífið 26.1.2010 06:00 « ‹ ›
Deilt um íslenska tungu „Það hefur engin ákvörðun verið tekin en ég reikna með að það verði gert eftir helgi,” segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur til að endurskoða reglur um Söngvakeppni Sjónvarpsins en eins og þær eru í dag er höfundum frjálst að flytja lagið á hvaða tungumáli sem er. Eins og Fréttablaðið greindi frá í þessari viku þá er aðeins eitt lag eftir í núverandi keppni sem sungið er á íslensku en það er lag Hvanndalsbræðra, Gleði og Glens. Páll vildi ekkert gefa upp hvernig vindar blæsu í þessu máli en sagði vissulega skrýtið að standa frammi fyrir þeirri staðreynd að frumsamin íslensk lög fyrir íslenska keppni skyldu nánast öll vera sungin á ensku. Lífið 28.1.2010 06:00
Breytist í Drakúla Sam Worthington, aðalleikarinn í stórmyndinni Avatar, ætlar að flytja sig um set frá Pandóru yfir til Transylvaníu. Hann er í viðræðum um að taka að sér aðalhlutverkið í myndinni Dracula Year Zero. Myndin fjallar um söguna á bak við greifann Drakúla og hvað varð til þess að hann breyttist í blóðdrekkandi ófreskju. Það er kvikmyndafyrirtækið Universal sem framleiðir myndina en það sendi á fjórða og fimmta áratugnum frá sér hryllingsmyndir á borð við Frankenstein og The Wolfman. Einnig framleiddi það myndina Dracula sem kom út 1979. Worthington getur valið úr hlutverkum þessa dagana eftir velgengni Avatar. Hann sést næst í hinni endurgerðu Clash of the Titans, auk þess sem hann hefur verið orðaður við myndina The Last Days of American Crime. Lífið 28.1.2010 06:00
Ný kynslóð Bubba-aðdáenda Bubbi Morthens fagnar í ár þrjátíu ára starfsafmæli sínu en í stað þess að leigja Laugardalshöllina undir stórtónleika flakkar Bubbi milli framhaldsskóla með gítarinn að vopni. Lífið 28.1.2010 06:00
Kokkarnir fengu fyrstir veður af stýrivaxtalækkuninni Matreiðslumennirnir Úlfar Eysteinsson og Tómas Tómasson fengu fyrstir allra veður af hugsanlegri stýrivaxtalækkun. Seðlabankastjóri hringdi í þá á mánudagskvöldið og greindi þeim frá því að þeir yrðu að vera í startholunum. Hárskeri seðlabankastjórans sá síðan um raksturinn. Lífið 28.1.2010 06:00
Fjölskylda Pitt vill skilnað Sögusagnir um sambandsslit Angelinu Jolie og Brads Pitt hafa lengi verið á kreiki og nú fyrir helgi fullyrtu fjölmiðlar að sambandinu væri endanlega lokið. Lífið 28.1.2010 06:00
Stærri en Titanic Stórmyndin Avatar hefur siglt fram úr Titanic sem tekjuhæsta mynd allra tíma. Á aðeins sex vikum hefur hún halað inn um 240 milljörðum króna og þar með á leikstjórinn James Cameron tvær tekjuhæstu myndir sögunnar. Met Titanic var sett á árunum 1997 til 1998 og töldu margir að það yrði seint slegið. Tekjuhæsta mynd allra tíma í Norður-Ameríku er aftur á móti enn þá Gone With the Wind sem kom út árið 1939 með Clark Gable og Vivien Leigh í aðalhlutverkum. Margir telja líklegt að Avatar hljóti fjölda tilnefninga til Óskarsverðlauna en tilkynnt verður um þær á þriðjudaginn. Stutt er síðan myndin hlaut tvenn Golden Globe-verðlaun. Lífið 28.1.2010 05:15
SOAD enn í pásu Framsækna þungarokkshljómsveitin System of a down var síðast með plötu 2005, Hypnotize. Ekkert kombakk er í spilunum enda er söngvarinn og gítarleikarinn Serj Tankian með mörg járn í eldinum. Hann gerði sólóplötuna Elect the Dead árið 2007 og væntanleg í mars er sinfónísk útgáfa af þeirri plötu á CD og DVD, gerð með sinfóníuhljómsveitinni í Auckland á Nýja-Sjálandi. Þá stefnir Serj á nýja sólóplötu í sumar og gengur platan undir vinnuheitinu Music Without Borders. „Þetta er á margan hátt alveg ný tónlist,“ sagði Serj nýlega í tímaritinu Billboard. „Þetta er elektró sinfónískt djass-rokk. Þarna er sinfóníuhljómsveit, þungir elektrónískir taktar, hefðbundin rokkhljóðfæri og „sömpl“. Nefndu það, það er þarna. Þetta er risastór veggur af hljóðum.“ Lífið 28.1.2010 05:00
Hætt við skilnað? Samkvæmt hinum ýmsu fjölmiðlum í Bandaríkjunum hefur Elin Nordegren ákveðið að styðja við bakið á eiginmanni sínum, Tiger Woods. Woods dvelur nú á meðferðarheimilinu Gentle Path þar sem hann vinnur að því að ná tökum á kynlífsfíkn sinni og hefur sést til Nordegren heimsækja hann á heimilið nokkrum sinnum. „Elin vill stöðugt fjölskyldulíf. Hún er sjálf skilnaðarbarn og fannst hún missa tengslin við föður sinn eftir skilnað foreldra sinna. Hún vill koma í veg fyrir að hið sama gerist fyrir Sam og Charlie. Hún vill að fjölskyldan haldi áfram að vera ein heild, jafnvel þótt það þýði að hún og Tiger búi saman sem vinir,“ var haft eftir heimildarmanni. Lífið 28.1.2010 05:00
Ekki hrifinn af verðlaunahátíðum Þrátt fyrir að hafa fengið fjölda verðlauna að undanförnu fyrir leik sinn í myndinni Crazy Heart hefur Jeff Bridges ekki gaman af verðlaunahátíðum. Lífið 28.1.2010 04:00
Þögguðu niður í króatísku stuðningsmönnunum Þó svo að stuðningsmannahópur íslenska landsliðsins í handbolta sé ekki fjölmennur lætur hann vel í sér heyra á áhorfendapöllunum á leikjum liðsins á Evrópumeistaramótinu í Austurríki. Fréttablaðið hitti á galvaskan hóp sjómanna skömmu fyrir leik Íslands og Rússlands á þriðjudaginn hér í Stadthalle í Vínarborg. „Við heitum Gullhópurinn,“ segir Hlynur Sigurðsson stoltur. „Við erum allir sjómenn úr Grundarfirði,“ bætir hann við. Lífið 28.1.2010 04:00
Dúndur afmælisfréttir Dúndurfréttir, öflugasta „kóver-band“ Íslands, fagnar fimmtán ára afmæli í ár. Bandið var stofnað á Gauki á Stöng af hópi vina úr tónlistarbransanum og var tilgangurinn einfaldur: að spila uppáhaldslögin með gömlu rokkmeisturunum. Á þessum fimmtán árum hefur sveitin glatt landann með mörgum metnaðarfullum uppákomum og haldið heiðri klassísks rokks hátt á lofti. Má nefna stóra viðburði eins og The Wall með Sinfóníuhljómsveitum Íslands og Færeyja, Dark Side Of The Moon í Borgarleikhúsinu og tónleika með Ken Hensley, forsprakka Uriah Heep, í Austurbæ. Lífið 28.1.2010 03:30
Gibson vill enga lífverði Í nýlegu viðtali við Hello Magazine skírði leikarinn Mel Gibson frá því að í stað þess að ráða til sín lífverði svæfi hann með byssu við rúm sitt. „Ég var einu sinni með lífverði, en mér fannst það erfitt. Ef þinn tími er kominn, þá er hann kominn. Ef ég ligg í rúmi mínu og einhver brýst inn til mín þá annaðhvort vakna ég eða ekki. Annaðhvort næ ég honum með kylfunni minni eða byssunni sem ég sef með, eða þeir ná mér,“ sagði leikarinn og þegar hann var spurður hvort hann ætti byssu í raun svaraði hann: „Auðvitað. Á tímum sem þessum verður maður að gíra sig upp. Algjörlega.“ Lífið 28.1.2010 03:30
Miður sín Leikarinn Jake Gyllenhaal er að sögn heimildarmanna enn miður sín eftir sambandsslitin við Reese Witherspoon. Gyllenhaal var boðið til veislu fyrr í mánuðinum en leikarinn virtist lítið skemmta sér heldur gekk um með sorgarsvip og ræddi við fáa, en þökk sé leikaranum Sean Penn tók Gyllenhaal gleði sína á ný áður en kvöldinu var lokið. „Það var augljóst að Jake var miður sín. Hann brosti ekki og talaði lítið. Sean gekk til hans, klappaði honum á bakið og sagði honum að vera þakklátur fyrir það að hafa aldrei gifst. Sean sagði honum að hjónaband sé ofmetið og að hann ætti að njóta þess að vera laus og liðugur á meðan hann geti. Svo virðist sem Jake hafi tekið ráðum Seans því hann brosti mun meira eftir að tali þeirra lauk,“ var haft eftir heimildarmanni. Lífið 28.1.2010 03:15
Kveður rokkið og snýr sér að boltanum Söngvari þungarokksveitarinnar Shogun, Ásgeir Börkur Ásgeirsson, hefur sagt skilið við félaga sína og ætlar í staðinn að einbeita sér að fótboltaferlinum með Fylki. Lífið 28.1.2010 03:00
Fyrsta rafbassabókin Ólafur Þór Kristjánsson, skólastjóri tónlistarskólans Tónsala, hefur gefið út kennslubók í rafbassaleik, þá fyrstu sinnar tegundar á íslensku. Í bókinni, Rafbassinn – kennslubók fyrir byrjendur í rafbassaleik er blandað saman æfingum og þekktum lögum, íslenskum og erlendum. Á aðgengilegan hátt er nótnalestur kenndur þannig að byrjendur eiga að geta spilað einföld lög eftir lestur bókarinnar. Einnig er að finna tækniæfingar sem nauðsynlegar eru fyrir bassaleikara. Geisladiskur með undirleik af æfingum og lögum fylgir. Í bókinni er einnig að finna yfirlit yfir nokkra íslenska rafbassaleikara sem markað hafa spor í íslenskri dægurtónlistarsögu undanfarna áratugi. Bókin fæst í öllum helstu bókabúðum og hljóðfæraverslunum landsins. Lífið 28.1.2010 02:00
Merk bók, rómantík og matur Auk ævintýramyndarinnar Where the Wild Things Are verða þrjár kvikmyndir frumsýndar hérlendis um helgina. Lífið 28.1.2010 02:00
Leikstýrir loðnum verum Ævintýramynd leikstjórans Spike Jonze, Where the Wild Things Are, verður frumsýnd á morgun. Jonze vakti fyrst athygli fyrir tónlistarmyndbönd áður en hann sneri sér að hvíta tjaldinu. Lífið 28.1.2010 02:00
Benni Hemm í gang Benni Hemm Hemm hefur undanfarið búið og starfað í Edinborg. Og nú er von á 5-laga stuttskífu í byrjun apríl Platan nefnist Retaliate og verður gefin út á 10” vinýl og CD í takmörkuðu upplagi á Íslandi, Evrópu, Japan og Bandaríkjunum. Platan var tekin upp á heimili Benedikts í Edinborg, en hann sá sjálfur að mestu um upptökur og hljóðfæraleik. Lífið 28.1.2010 02:00
Tónsmíðakeppnin Demó yfirstaðin Demó, tónsmíðakeppni okkar Verzlinga, var haldin með glæsibrag fimmtudaginn 21. janúar síðastliðinn. Í ár stigu tólf atriði á stokk og það heyrðist greinilega að mikið er af hæfileikaríkum lagasmiðum í Verzló. Það voru drengirnir í Molotov Cocktail Party sem báru sigur úr býtum með lagið Sky High. Hljómsveitina skipa þeir Arnar Kári Axelsson, Sævar Már Óskarsson, Sindri Snær Harðarson og Dagur Sigurðsson. Lífið 27.1.2010 22:41
Íslendingar gera allt vitlaust í Danmörku „Þessi skemmtilegi siður sem fylgir þorra er árlegur viðburður hjá Íslendingafélögum hér í Danmörku," segir Hrafnhildur og heldur áfram: Lífið 27.1.2010 17:00
Bólu-Hjálmar í Þjóðleikhúsinu Í kvöld og annað kvöld sýnir Stoppleikhópurinn verðlaunaleikritið Bólu-Hjálmar í Þjóðleikhúsinu. Aðeins er um þessar tvær sýningar að ræða. Sýningin hlaut Grímuverðlaunin sem Barna- og unglingaleiksýning ársins 2009. Lífið 27.1.2010 06:00
Syngja fyrir íbúa Haítí Tónleikar til styrktar hjálparstarfi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Unicef, á Haítí verða haldnir á Sódómu Reykjavík á fimmtudagskvöld klukkan 20.30. Þar koma fram Mugison, Bloodgroup, Kimono, Morðingjarnir, Ourlives, 13 og Retro Stefson dj"s. Miðaverð er 1.000 krónur og rennur allur ágóðinn til Unicef. Einnig verður tekið á móti frjálsum framlögum á síðunni Unicef.is og á tónleikunum sjálfum. Lífið 27.1.2010 05:45
Misskilningur á úrslitakvöldi Rokksveitin Endless Dark bar sigur úr býtum í hljómsveitakeppninni Global Battle of the Bands sem var haldin um síðustu helgi. Hljómsveitin verður fulltrúi Íslands í lokakeppninni sem verður haldin í London 27. apríl. Lífið 27.1.2010 05:30
Leikstýrði auglýsingu fyrir bandaríska sjóherinn „Þetta er náttúrlega mjög skemmtilegt,“ segir Egill Örn Egilsson, kvikmyndatökumaður og leikstjóri, sem búsettur hefur verið í Hollywood undanfarin ár. Hann er tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatöku í sjónvarpsþáttunum Dark Blue hjá American Society of Cinematographers eða samtökum bandarískra kvikmyndatökumanna. Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum sem Egill er tilnefndur til þessara verðlauna en í hin tvö skiptin var Egill tilnefndur fyrir tökurnar í spennuþáttunum CSI:Miami. Lífið 27.1.2010 05:00
Hlegið að eigin raunum Leikritið Góðir Íslendingar var frumsýnt í Borgarleikhúsinu fyrir skömmu. Fjöldi þekktra einstaklinga mætti á frumsýninguna, þar sem kreppan er helsta umfjöllunarefnið. Lífið 27.1.2010 04:00
Fólkið valdi Rebekku „Þetta er rosalega spennandi og ég bjóst ekki við að vinna. Ég var mjög hissa þegar það var hringt í mig,“ segir listamaðurinn Rebekka Guðleifsdóttir. Lífið 27.1.2010 03:00
Mozart á Kjarvalsstöðum Annað kvöld verða haldnir Mozart-tónleikar á Kjarvalsstöðum í tilefni af fæðingardegi tónskáldsins. Hann fæddist 27. janúar árið 1756 og lést 5. desember 1791, 35 ára að aldri. Lífið 27.1.2010 02:30
Dexter á batavegi Leikarinn Michael C. Hall, sem fer með hlutverk Dexters í samnefndum sjónvarpsþáttum, hlaut nýverið bæði Golden Globe- og SAG-verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum. Stuttu fyrir Golden Globe-verðlaunaafhendinguna tilkynnti leikarinn opinberlega að hann hefði greinst með eitilfrumukrabbamein, en að batahorfur væru góðar. Lífið 27.1.2010 02:00
Íslenskar Playboykanínur - myndir Á meðfylgjandi myndum má sjá rammíslenskar Playboykanínur sem skemmtu sér á Club 101 um helgina. Þá má líka sjá að gríðarleg stemning var einnig á Hressó, Jacobsen og Kaffi Zimsen. Myndirnar tók Sveinbi ljósmyndari. Superman.is Lífið 26.1.2010 09:30
Eddunni frestað fram í febrúar Eddu-verðlaunahátíðinni sem átti að halda í lok janúar hefur verið frestað fram í febrúar. Ástæðan er ákvörðun Sjónvarpsins um að hætta við að sýna beint frá henni vegna niðurskurðar. Lífið 26.1.2010 06:00
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist