Ný kynslóð Bubba-aðdáenda 28. janúar 2010 06:00 Er sá sem ég er Bubbi segir það hafa komið sér á óvart hversu vel framhaldsskólanemendur eru að sér í gömlum Bubba-lögum.Fréttablaðið/GVA Bubbi Morthens fagnar í ár þrjátíu ára starfsafmæli sínu en í stað þess að leigja Laugardalshöllina undir stórtónleika flakkar Bubbi milli framhaldsskóla með gítarinn að vopni. „Ég verð að fimm daga vikunnar í þrjá mánuði,“ segir Bubbi Morthens í samtali við Fréttablaðið en hann ferðast nú um landið og skemmtir nemendum í framhaldsskólum. Bubbi var á leiðinni upp í Breiðholt að skemmta nemendum FB, Fjölbrautaskólans í Breiðholti, en tónlistarmaðurinn hefur þegar spilað fyrir troðfullum matsal Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund. Bubbi gerir auðvitað meira en bara að syngja og spila á gítar því hann spjallar við krakkana um daginn og veginn af þeirri hreinskilni og hispursleysi sem hann er þekktastur fyrir. „Annars er ungt fólk alltaf ungt fólk og áhyggjur þess snúast um eitthvað allt annað en kreppuna. Þær snúast um ástina, helgina og á hvaða tónleika eigi að mæta næst.“ Bubbi hafði ekki leitt hugann að því að hann væri að skemmta fyrir þriðju kynslóð aðdáenda sinna og hugsar sig aðeins um þegar hann er spurður hvort það komi honum á óvart þegar krakkarnir syngja með í Svörtum afgan, Stál og hníf eða Rómeó og Júlíu. „Jú, ætli þetta komi manni ekki svolítið á óvart, þegar maður fer að pæla í þessu. Ég verð bara glaður og þakklátur því ef þriðja kynslóðin kann lögin þá hefur maður augljóslega náð einhverjum árangri,“ segir Bubbi en tekur fram að hann spili einnig ný lög sem ekki hafi heyrst áður. Bubbi segir nemendurna vera spaka og það sé ekkert verið að bauna á hann. „Nei, þau klappa bara, öskra og fagna. Auðvitað hef ég gefið mönnum meira skotleyfi á mig vegna þess að ég óttast ekkert, segi það sem mér býr í brjósti og er það sem ég er. Og þegar það er þannig þá koma alltaf einhverjar hýenur og hælbítar og reyna að narta í þig vegna þess að þú ert sá sem þú ert.“ freygigja@frettabladid.is Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Bubbi Morthens fagnar í ár þrjátíu ára starfsafmæli sínu en í stað þess að leigja Laugardalshöllina undir stórtónleika flakkar Bubbi milli framhaldsskóla með gítarinn að vopni. „Ég verð að fimm daga vikunnar í þrjá mánuði,“ segir Bubbi Morthens í samtali við Fréttablaðið en hann ferðast nú um landið og skemmtir nemendum í framhaldsskólum. Bubbi var á leiðinni upp í Breiðholt að skemmta nemendum FB, Fjölbrautaskólans í Breiðholti, en tónlistarmaðurinn hefur þegar spilað fyrir troðfullum matsal Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund. Bubbi gerir auðvitað meira en bara að syngja og spila á gítar því hann spjallar við krakkana um daginn og veginn af þeirri hreinskilni og hispursleysi sem hann er þekktastur fyrir. „Annars er ungt fólk alltaf ungt fólk og áhyggjur þess snúast um eitthvað allt annað en kreppuna. Þær snúast um ástina, helgina og á hvaða tónleika eigi að mæta næst.“ Bubbi hafði ekki leitt hugann að því að hann væri að skemmta fyrir þriðju kynslóð aðdáenda sinna og hugsar sig aðeins um þegar hann er spurður hvort það komi honum á óvart þegar krakkarnir syngja með í Svörtum afgan, Stál og hníf eða Rómeó og Júlíu. „Jú, ætli þetta komi manni ekki svolítið á óvart, þegar maður fer að pæla í þessu. Ég verð bara glaður og þakklátur því ef þriðja kynslóðin kann lögin þá hefur maður augljóslega náð einhverjum árangri,“ segir Bubbi en tekur fram að hann spili einnig ný lög sem ekki hafi heyrst áður. Bubbi segir nemendurna vera spaka og það sé ekkert verið að bauna á hann. „Nei, þau klappa bara, öskra og fagna. Auðvitað hef ég gefið mönnum meira skotleyfi á mig vegna þess að ég óttast ekkert, segi það sem mér býr í brjósti og er það sem ég er. Og þegar það er þannig þá koma alltaf einhverjar hýenur og hælbítar og reyna að narta í þig vegna þess að þú ert sá sem þú ert.“ freygigja@frettabladid.is
Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið