Íslenski boltinn

Mwesigwa og Nsumba fara frá ÍBV

Fram kemur á heimasíðu ÍBV í dag að þeir Andrew Mwesigwa og Augustine Nsumba, betur þekktur sem Gústi, hafi verið leystir undan samningi við ÍBV og þeir því væntanlega farnir heim til Úganda.

Íslenski boltinn

KR hefur ekki áhuga á Bjarna Ólafi

Orðrómur þess efnis að landsliðsbakvörðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson væri á leið frá Val yfir í KR á sér enga stoð í raunveruleikanum. Það staðfesti Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, við Vísi í dag.

Íslenski boltinn

Haukar spila á Hlíðarenda - Mete til Hauka

Úrvalsdeildarlið Hauka mun leika hluta heimaleikja sinna í Pepsi-deildinni næsta sumar á Vodafonevellinum að Hlíðarenda. Þessi tíðindi koma nokkuð á óvart enda áttu margir von á því að þeir myndu spila sína heimaleiki í Kaplakrika.

Íslenski boltinn

Katrín: Þetta var bara ekki okkar dagur

„Þetta var mjög erfitt og við vissum að við þyrftum að eiga toppleik til þess að komast áfram en það tókst því miður ekki. Við þurftum náttúrulega að taka áhættu og færa liðið framar á völlinn eftir tapið í fyrri leiknum og það bauð hættunni heim og þær ítölsku kunnu að nýta sér það.

Íslenski boltinn