Íslenski boltinn

Bjarni: Eitthvað þurfti að gera

„Það er ekki mitt að taka ákvörðun um þetta en ljóst er að eitthvað þurfti að gera," sagði Bjarni Guðjónsson, fyrirliði ÍA, um þjálfarabreytinguna hjá liðinu. Guðjón Þórðarson var látinn taka pokann sinn og Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru að taka við liðinu.

Íslenski boltinn

Bjarki: Þetta er mikil áskorun

Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru að taka við þjálfun ÍA. Þeir funda með Skagamönnum í hádeginu og það er fátt sem getur komið í veg fyrir að þeir taki við liðinu að sögn Bjarka.

Íslenski boltinn

Blikar völtuðu yfir Skagamenn

Tveir leikir voru á dagskrá í Landsbankadeild karla í kvöld. Breiðablik valtaði yfir ÍA 6-1 í Kópavogi og FH vann 4-0 sigur á botnliði HK í Hafnarfirði. Það er því ljóst að útlitið skánar lítið hjá botnliðunum tveimur.

Íslenski boltinn

Boltavaktin á leikjum kvöldsins

Tveir leikir eru á dagskrá í Landsbankadeild karla í kvöld. FH tekur á móti botnliði HK í Kaplakrika og Breiðablik tekur á móti næstneðsta liðinu, ÍA. Báðir leikir hefjast klukkan 19:15 og hægt er að fylgjast með gangi mála á Boltavaktinni hér á Vísi.

Íslenski boltinn

Madsen frá keppni í nokkrar vikur

Danski markvörðurinn Esben Madsen hjá ÍA getur ekki leikið með liði sínu í kvöld þegar það sækir Breiðablik heim í Landsbankadeildinni. Madsen er handarbrotinn og verður frá keppni í nokkrar vikur. Þetta kom fram á fotbolti.net í dag.

Íslenski boltinn

Guðni Rúnar hættur hjá Fylki

Guðni Rúnar Helgason og knattspyrnudeild Fylkis komust í dag að samkomulagi um að rifta samningi hans við félagið og er hann því laus allra mála. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Íslenski boltinn

Jafnt hjá Val og Keflavík

Keflavík og Valur skildu jöfn 1-1 í toppslagnum í Landsbankadeild karla á Vodafonevellinum í dag. Keflvíkingar náðu forystu eftir rúmar tuttugu mínútur með marki Hólmars Rúnarssonar en markahrókurinn Helgi Sigurðsson jafnaði fyrir Valsmenn þegar 12 mínútur lifðu leiks.

Íslenski boltinn

Keflvíkingar yfir í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í viðureign dagsins í Landsbankadeild karla þar sem Íslandsmeistarar Vals taka á móti Keflvíkingum. Það eru gestirnir sem leiða í hálfleik með marki Hólmars Rúnarssonar á 23. mínútu, en áður hafði Kjartan Sturluson í marki Vals varið slaka vítaspyrnu frá Þórarni Kristjánssyni.

Íslenski boltinn

Kaka er ekki til sölu

Forráðamenn AC Milan á Ítalíu voru ekki lengi að svara fullyrðingum umboðsmanns Kaka frá í dag þegar hann lýsti því yfir að miðjumaðurinn hefði áhuga á að fara til Chelsea á Englandi.

Íslenski boltinn

Toppliðin áfram í bikarnum

Fátt var um óvænt úrslit í kvöld þegar 8-liða úrslitin í Visabikar kvenna fóru fram. Valur, Breiðablik, KR og Stjarnan tryggðu sér sæti í undanúrslitum keppninnar með sigrum í kvöld.

Íslenski boltinn

Viðar kominn heim í Fram

Miðjumaðurinn Viðar Guðjónsson er aftur genginn í raðir Fram og hefur samið við félagið út tímabilið. Viðar fékk sig lausan frá Fylki fyrir skömmu en í fyrra lék hann með Víkingi.

Íslenski boltinn

Selfyssingar unnu Víkinga

Heil umferð var leikin í 1. deildinni í kvöld en þá hófst seinni helmingur mótsins. Selfyssingar unnu Víking Reykjavík á heimavelli sínum og söxuðu á forystu Eyjamanna sem gerðu jafntefli við Leikni.

Íslenski boltinn

Skagamenn töpuðu með þriggja marka mun

ÍA tapaði fyrir finnska liðinu FC Honka í fyrri leik liðanna í UEFA bikarnum í dag. Honka vann leikinn 3-0. Liðið var komið með tveggja marka forystu eftir hálftíma leik og innsiglaði síðan sigurinn með þriðja markinu snemma í seinni hálfleik.

Íslenski boltinn

Hlakka til að spila með Keflavík aftur

Miðjumaðurinn Jóhann B. Guðmundsson hjá Gais í Svíþjóð er á leið heim til Keflavíkur eftir rúman áratug í atvinnumennsku erlendis. Vísir náði tali af Jóhanni í dag og spurði hann hvernig honum litist á að koma heim á ný.

Íslenski boltinn

Barry snýr aftur til æfinga á morgun

Gareth Barry mun snúa aftur til æfinga hjá Aston Villa á morgun samkvæmt upplýsingum frá félaginu. Barry hafði áður fengið þá skipun að mæta ekki aftur til félagsins eftir að hafa gagnrýnt Martin O'Neill í viðtali.

Íslenski boltinn

U17 á leið til Svíþjóðar

U17 ára landslið karla er að fara til Svíþjóðar þar sem það mun keppa á Norðurlandamótinu. Landsliðsþjálfarinn Lúkas Kostic opinberaði í dag hóp sinn fyrir mótið.

Íslenski boltinn