Íslenski boltinn

Skagastrákar semja við Val

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jón Vilhelm í leik með ÍA.
Jón Vilhelm í leik með ÍA. Mynd/Daníel

Það verður líklega Skagaívaf á Valsliði Skagamannsins Gunnlaugs Jónssonar næsta sumar. Í dag skrifuðu tveir Skagamenn undir samning við Valsmenn.

Jón Vilhelm Ákason gekk í dag frá tveggja ára samningi við félagið og slíkt hið sama gerði Hafþór Ægir Vilhjálmsson.

Hafþór Ægir hefur reyndar verið á mála hjá Valsmönnum en ekki gengið sem skyldi og var lánaður til Þróttar síðasta sumar.

Fyrir í liði Vals eru síðan tveir fyrrum samherjar Gunnlaugs hjá ÍA - þeir Baldur Ingimar Aðalsteinsson og Reynir Leósson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×