Íslenski boltinn

Daði líklega áfram hjá Fram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Daði Guðmundsson í leik með Fram í sumar.
Daði Guðmundsson í leik með Fram í sumar. Mynd/Arnþór

Daði Guðmundsson verður mjög líklega áfram í herbúðum Fram en samningur hans við félagið rennur út núna um áramótin.

Daði sagði í samtali við Vísi í dag að hann ætti nú í viðræðum við forráðamenn Fram um nýjan samning.

„Það er nú ekki búið að skrifa undir neitt en ég á ekki von á öðru en að ég verði áfram hjá Fram," sagði Daði sem á dögunum var valinn prúðasti leikmaður Pepsi-deildar karla í ár.

Daði á langan feril að baki og hefur alla tíð leikið með Fram. Hann kom við sögu í 21 leik í deild og bikar í sumar og skoraði þeim eitt mark.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×