Íslenski boltinn

Rafn Andri til Vejle á reynslu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafn Andri í leik með Þrótti.
Rafn Andri í leik með Þrótti.

Rafn Andri Haraldsson, leikmaður Þróttar, fer um helgina til Danmerkur þar sem hann verður til reynslu hjá B-deildarliðinu Vejle í eina viku.

Samningur Rafns Andra við Þrótt rennur út um næstu áramót og því verður honum frjálst að ræða við önnur lið frá og með 15. október næstkomandi.

Hann á að baki 69 leiki og sex mörk í deild og bikar með Þrótti en liðið féll úr Pepsi-deild karla í haust.

„Ég heyrði eitthvað af áhuga Vejle í sumar en það varð ekkert meira úr því þá. Þeir höfðu svo samband aftur um daginn," sagði Rafn Andri í samtali við Vísi. „En mér líst vel á þetta. Ég held að þetta sé flottur klúbbur."

Rafn Andri hefur verið orðaður við önnur lið hér á Íslandi og þá helst Fylki. „Ég hef ekkert rætt við önnur íslensk lið og er bara að hugsa um að standa mig vel hjá Vejle þessa stundina."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×