Andri: Þurfum að fá tvo mjög sterka leikmenn í viðbót Ómar Þorgeirsson skrifar 8. október 2009 16:15 Andri Marteinsson við undirritun samningsins að Ásvöllum í dag. Mynd/Vilhelm Haukar tilkynntu á blaðamannafundi í dag að þjálfarinn Andri Marteinsson hafi skrifað undir tveggja ára samning við félagið en Andri hefur verið þjálfari hjá Haukum síðustu átta ár í yngri flokkum til að byrja með og svo meistaraflokki. „Það var náttúrulega vilji af beggja hálfu, bæði mín og stjórnar félagsins, að halda samstarfinu áfram. En við tókum smá tíma til þess að ræða málin og halda áfram að straumlínulaga það sem við erum búnir að vera að gera til þess að vera klárir til þess að taka á nýju viðfangsefni sem efsta deildin er fyrir félagið. Ég tók við liðinu þegar það var í 2. deild og svo fórum við í 1. deild og nú fáum við að prufa okkur í efstu deild og þetta er í raun að gerast á undan áætlun. Þetta er því skemmtilegur bónus fyrir félagið og ég er ekkert síður spenntur en strákarnir að fá að taka þátt í þessu," segir Andri í viðtali við Vísi. Haukar notuðu jafnframt tækifærið í gær til þess að semja að nýju við nokkra unga og efnilega leikmenn hjá félaginu auk þess að tilkynna um komu Guðmundar Viðar Mete frá Val. Andri stefnir á að byggja liðið næsta sumar á þeim grunni sem búið er að skapa hjá félaginu með nokkrum viðbótum hér og þar. „Við erum með ákveðinn kjarna í leikmannahópnum og ég mun reyna að gefa eins mörgum af efnilegustu leikmenn félagsins tækifæri til þess að spila í þessarri deild. Það er bara leikmannanna að sanna sig á undirbúningstímabilinu og sýna að þeir séu klárir í þetta verkefni. Ég geri mér hins vegar alveg grein fyrir því að við þurfum að styrkja okkur líka og Guðmundur Viðar Mete er fyrsta skrefið í því. Við þurfum að fá alla vega tvo mjög sterka leikmenn til viðbótar á miðjuna og í framlínuna til þess að styrkja hryggbeinið í liðinu hjá okkur," segir Andri. Haukar spila hluta af heimaleikjum sínum á Vodafonevellinum næsta sumar en ætla einnig að fá undanþágu hjá KSÍ til þess að spila á gervigrasinu að Ásvöllum en Andri ítrekar að liðið kjósi frekar að spila á grasi heldur en gervigrasi. „Það er frábær lausn fyrir okkur að spila á Vodafonevellinum því við viljum frekar spila á grasi heldur en gervigrasi. Við höfum samt hingað til ekkert verið að væla yfir því og spilum bara þar sem félagið skaffar okkur völl. Ef menn rýna hins vegar í tölur þá sjá menn fljótt að við erum ekkert betri árangur á heimavelli en útivelli. Það er vegna þess að við æfum á grasi á sumrin og erum ekki að æfa meira á gervigrasi en aðrir og kjósum eins og ég segi frekar að æfa og spila á grasi. Menn tala oft um eitthvað forskot sem Stjörnumenn höfðu í sumar með því að spila á gervigrasinu í Garðabæ en miðað við stemninguna í liðinu hjá þeim þá held ég að þeir hefðu náð alveg sama árangri á heimavelli sínum ef þar væri gras en ekki gervigras. Mér finnst bara allir sitja við sama borð því allir vita að þetta er önnur gerð af fótbolta sem er spiluð á gervigrasi," segir Andri að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira
Haukar tilkynntu á blaðamannafundi í dag að þjálfarinn Andri Marteinsson hafi skrifað undir tveggja ára samning við félagið en Andri hefur verið þjálfari hjá Haukum síðustu átta ár í yngri flokkum til að byrja með og svo meistaraflokki. „Það var náttúrulega vilji af beggja hálfu, bæði mín og stjórnar félagsins, að halda samstarfinu áfram. En við tókum smá tíma til þess að ræða málin og halda áfram að straumlínulaga það sem við erum búnir að vera að gera til þess að vera klárir til þess að taka á nýju viðfangsefni sem efsta deildin er fyrir félagið. Ég tók við liðinu þegar það var í 2. deild og svo fórum við í 1. deild og nú fáum við að prufa okkur í efstu deild og þetta er í raun að gerast á undan áætlun. Þetta er því skemmtilegur bónus fyrir félagið og ég er ekkert síður spenntur en strákarnir að fá að taka þátt í þessu," segir Andri í viðtali við Vísi. Haukar notuðu jafnframt tækifærið í gær til þess að semja að nýju við nokkra unga og efnilega leikmenn hjá félaginu auk þess að tilkynna um komu Guðmundar Viðar Mete frá Val. Andri stefnir á að byggja liðið næsta sumar á þeim grunni sem búið er að skapa hjá félaginu með nokkrum viðbótum hér og þar. „Við erum með ákveðinn kjarna í leikmannahópnum og ég mun reyna að gefa eins mörgum af efnilegustu leikmenn félagsins tækifæri til þess að spila í þessarri deild. Það er bara leikmannanna að sanna sig á undirbúningstímabilinu og sýna að þeir séu klárir í þetta verkefni. Ég geri mér hins vegar alveg grein fyrir því að við þurfum að styrkja okkur líka og Guðmundur Viðar Mete er fyrsta skrefið í því. Við þurfum að fá alla vega tvo mjög sterka leikmenn til viðbótar á miðjuna og í framlínuna til þess að styrkja hryggbeinið í liðinu hjá okkur," segir Andri. Haukar spila hluta af heimaleikjum sínum á Vodafonevellinum næsta sumar en ætla einnig að fá undanþágu hjá KSÍ til þess að spila á gervigrasinu að Ásvöllum en Andri ítrekar að liðið kjósi frekar að spila á grasi heldur en gervigrasi. „Það er frábær lausn fyrir okkur að spila á Vodafonevellinum því við viljum frekar spila á grasi heldur en gervigrasi. Við höfum samt hingað til ekkert verið að væla yfir því og spilum bara þar sem félagið skaffar okkur völl. Ef menn rýna hins vegar í tölur þá sjá menn fljótt að við erum ekkert betri árangur á heimavelli en útivelli. Það er vegna þess að við æfum á grasi á sumrin og erum ekki að æfa meira á gervigrasi en aðrir og kjósum eins og ég segi frekar að æfa og spila á grasi. Menn tala oft um eitthvað forskot sem Stjörnumenn höfðu í sumar með því að spila á gervigrasinu í Garðabæ en miðað við stemninguna í liðinu hjá þeim þá held ég að þeir hefðu náð alveg sama árangri á heimavelli sínum ef þar væri gras en ekki gervigras. Mér finnst bara allir sitja við sama borð því allir vita að þetta er önnur gerð af fótbolta sem er spiluð á gervigrasi," segir Andri að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira