Íslenski boltinn

Helgi semur við Víking í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Helgi Sigurðsson í leik með Val.
Helgi Sigurðsson í leik með Val. Mynd/Anton

Helgi Sigurðsson mun í dag ganga frá samningi við Víking sem leikur í 1. deildinni. Hann mun því snúa aftur á æskuslóðir.

Knattspyrnudeild Víkings hefur boðað til blaðamannafundar í hádeginu. Samkvæmt heimildum Vísis verður þá tilkynnt að Helgi hafi ákveðið að ganga til liðs við félagið.

Helgi fékk sig á dögunum lausan undan samningi hjá Val þar sem hann var á mála frá 2007. Áður lék hann með Fram en hann á þar að auki langan feril í atvinnumennsku að baki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×