Íslenski boltinn

Fram og Keflavík skipta á leikmönnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Paul McShane spilar með Keflavík næsta sumar.
Paul McShane spilar með Keflavík næsta sumar. Mynd/Arnþór

Fram og Keflavík hafa ákveðið að skipta á miðjumönnum fyrir næsta tímabil. Jón Gunnar Eysteinsson fer frá Keflavík yfir til Fram og Paul McShane fer úr Safamýri til Keflavíkur.

Nokkuð óvenjuleg tilhögun en þó ekki alveg ný af nálinni. Paul McShane er því augljóslega ekki á þeim buxunum að hætta aftur í fótbolta.

Hjá Fram hittir Jón Gunnar fyrir gamlan félaga úr Fjarðabyggð, Halldór Hermann Jónsson, og verður áhugavert að sjá hvernig þeim gengur að spila saman hjá Fram næsta sumar.

Þjálfari Fram, Þorvaldur Örlygsson, þjálfaði síðan þá félaga hjá Fjarðabyggð og var greinilega ánægður með strákana fyrst þeir eru báðir komnir í Fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×