Íslenski boltinn

Veigar Páll: Nancy er ekki staður fyrir mig

Elvar Geir Magnússon skrifar
Veigar Páll Gunnarsson skoraði mark Íslands í kvöld.
Veigar Páll Gunnarsson skoraði mark Íslands í kvöld.

Veigar Páll Gunnarsson skoraði eina markið í vináttulandsleik Íslands og Suður-Afríku kvöld. Þetta er annar leikurinn í röð sem hann skorar fyrir landsliðið.

„Mér fannst ég ekki komast inn í leikinn í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik fann ég mig betur eins og allt liðið í heild. Þá fórum við að sýna okkar rétta andlit. Svo náði ég að skora sem er mikilvægt fyrir mig og gott fyrir liðið. Gamla góða táin er ekki hætt að virka," sagði Veigar.

Staða hans hjá franska liðinu Nancy er hinsvegar ekki góð og hann hefur fengið fá tækifæri. „Staða mín er nákvæmlega sú sama og þegar ég kom til liðsins en það er spurning hvort þessir landsleikir hjálpi eitthvað. Ég veit jafnmikið og þú hvað verður um mig, það er enginn sem segir mér neitt þarna," sagði Veigar.

Er líklegt að hann hafi vistaskipti í janúar? „Ef þetta heldur svona áfram þá hef ég náttúrulega ekkert að gera þarna. Það vita það allir þarna að þetta er ekki staður fyrir mig. Þá er enginn tilgangur fyrir mig að vera þarna. Ég tel alveg líklegt að það gerist eitthvað," sagði Veigar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×